is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20308

Titill: 
  • Fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir. Áhrif og stuðningur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar eru áhrif geðraskana á fjölskyldur og stuðningur við þær og ber hún heitið Fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir. Áhrif og stuðningur. Aðaláhersla er lögð á viðbrögð einstakra fjölskyldumeðlima og fjölskyldunnar í heild við því að einstaklingur innan hennar hrjáist af alvarlegri geðröskun og þörf þeirra fyrir stuðning frá félagsráðgjöfum og öðrum fagaðilum. Í ritgerðinni er fjallað um yfirflokka geðraskana og einkenni þeirra, komið er stuttlega inn á tíðni og tölfræði, þá eru talin upp helstu úrræði sem í boði eru og hafa reynst árangursrík fyrir aðstandendur sem og þann veika. Einnig er fjallað um félagsráðgjöf, eðli hennar og sérkenni og svo er farið yfir tengslakenningu Bowlby og kerfiskenningu Bowen. Stuðst er við ritrýndar greinar, rannsóknir og kennslubækur í heimildaöflun. Megin niðurstöður eru þær að markviss stuðningur, ráðgjöf og fræðsla skipta miklu máli um hvernig hinum veika reiðir af og hvernig fjölskyldunni sem heild og einstaklingum innan hennar gengur að takast á við breyttar aðstæður. Góð samskipti, jafnt innan fjölskyldunnar sem og milli fjölskyldunnar og fagaðila, eru einnig mikilvægur þáttur í að takast á við alvarlega geðröskun.

Samþykkt: 
  • 9.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20308


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölskyldur einstaklinga með geðraskanir_Fanney Svansdóttirpdf.pdf586.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna