is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20318

Titill: 
  • Rafrænar ráðningar: Notkun rafænna ráðninga á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um rafrænar ráðningar (e. online recruitment; e-recruitment). Með rafrænum ráðningum er átt við aðferð þar sem Internetið er notað í ráðningarferlinu. Til dæmis til að auglýsa lausar stöður, afla umsækjenda, veita upplýsingar um starfsemi fyrirtækja/stofnana, taka á móti umsóknum og svo framvegis. Settar eru fram eftirfarandi rannsóknarspurningar; a) hvert er umfang rafrænna ráðninga á Íslandi, b) hverjir eru kostir og gallar rafrænna ráðningaraðferða og c) hvað ber að hafa í huga þegar aðferðirnar eru notaðar?
    Við framkvæmd rannsóknar var notuð blönduð aðferð við gagnaöflun. Í fyrsta lagi var notuð megindleg aðferð þar sem fyrirtæki svöruðu spurningakönnun. Í úrtaki rannsóknar voru 104 fyrirtæki á lista Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi árið 2014. Þátttökufyrirtæki voru 49 sem gerir svarhlutfall 47%. Í öðru lagi var notuð eigindleg aðferð þar sem fjórir sérfræðingar í ráðningum voru teknir í einstaklingsviðtöl.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að rúmlega 80% fyrirtækja hafa eigin ráðningarvefsíðu og rafrænan gagnagrunn fyrir umsækjendur. Þar að auki tekur mikill meirihluti fyrirtækja (70%) á móti rafrænum umsóknum í langflestum tilfellum. Notkun samfélagsmiðla hefur farið vaxandi undanfarin ár en sú ráðningaraðferð er þriðja árangursríkasta aðferðin við öflun umsækjenda samkvæmt niðurstöðum rannsóknar. Af þeim fyrirtækjum sem nota samfélagsmiðla í ráðningarferlinu voru Facebook (47%) og LinkedIn (33%) vinsælastir. Hátt hlutfall fyrirtækja (82%) taldi líklegt að þau myndu leggja meiri áherslu á eigin heimasíðu varðandi ráðningar næstu tveimur til þremur árum. Hvað varðar helstu kosti og galla rafrænna ráðninga þá töldu viðmælendur kostina fyrst og fremst felast í skilvirkni og vinnsluhraða. Gallar rafrænna ráðninga felast síðan aðallega í því að aðferðin geti mismunað eldra fólki sem skortir tölvukunnáttu. Að mati viðmælenda þurfa ráðningaraðilar helst að hafa í huga að gæta ekki hlutdrægni þegar þeir kanna nærmynd umsækjenda á Internetinu. Þar að auki þurfa rafræn umsóknarkerfi að vera notendavæn og einföld í notkun. Að lokum eru helstu annmarkar rannsóknar ræddir og fjallað um mögulegar framtíðarrannsóknir.

Samþykkt: 
  • 9.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20318


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerd_ArnyOsk.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna