is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20333

Titill: 
  • Basel III: Útfærsla og framkvæmd hagsveifluauka
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni verkefnisins er að skoða hinn svokallaða hagsveifluaukasem eru hluti af nýjustu Basel stöðlunum. Staðlarnir fjalla gróflega um hver útfærsla hagsveifluaukans á að vera en það er verkefni hvers lands fyrir sig að setja fram lokaútfærslu, þar sem útfærslan verður að taka tillit til aðstæðna í hverju landi fyrir sig. Ísland styðst við útfærslu Evrópusambandsins á stöðlunum en þó þarf að aðlaga það að íslenska fjármálakerfinu. Í þessu verkefni verður sett fram tillaga að útfærslu fyrir Ísland.
    Rannsókn verkefnisins skiptist í tvo hluta. Annars vegar greiningu á hagstærðum sem eru taldar hafa forspárgildi varðandi efnahagssveifluna og þar af leiðandi hægt að nýta við ákvarðanatöku fyrir hagsveifluaukann. Hins vegar útfærslu hagsveifluaukans og greiningu á því hvernig hann hefði litið út seinustu ár.
    Í fyrri hlutanum er farið í gegnum þrep vísindalegrar aðferðafræði við greiningu á hagstærðunum. Stærðirnar eru skoðaðar í samanburði við niðursveiflutíma seinustu ára. Jafnframt er langtímaleitni flestra hagstærðanna reiknuð og frávik þeirra frá langtímaleitni. Niðurstöður fyrri hlutans sýna að þrjár af hagstærðunum sem skoðaðar voru gefa til kynna forspárgildi varðandi efnahagssveifluna og verða því notaðar í seinni rannsóknarhlutanum.
    Í seinni hluta rannsóknar er sett fram tillaga að einfaldri útfærslu á hagsveifluaukanum og útbúið forrit sem reiknar út og teiknar upp hagsveifluaukann fyrir þær hagstærðir sem niðurstöður fyrri hlutans gáfu, fyrir þau tímabil sem gögnin ná til. Niðurstöður seinni hlutans sýna að þegar aðferðafræði útfærslunnar er beitt á hagstærðirnar gefa þær allar til kynna að hagsveifluaukinn hefði átt að ná hámarki tveimur til þremur árum fyrir kreppuna 2008.

Samþykkt: 
  • 12.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20333


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hildur Gylfadóttir.pdf2.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna