is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20334

Titill: 
  • Lykt: Er skynjun lyktar menningarlega mótuð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð sem er lokaverkefni mitt til BA-prófs í mannfræði, skoða ég skynjun og skynfærin út frá mannfræðilegu sjónarmiði. Markmið rannsóknarinnar er að svara því hvort skynjun lyktar sé menningarlega mótuð. Ég skoða hvernig ólík samfélög skynja umhverfið sitt og hvert mikilvægi lyktarskyns er innan þessara samfélaga. Í byrjun ritgerðarinnar fer ég yfir sögulegar heimildir um upphaf flokkunar á skynfærunum. Þar á eftir fer ég yfir helstu fræðimenn í heimi skynjunar og hvert þeirra viðhorf er til rannsókna á skynjun. Ég mun skoða mikilvægi lyktar á vesturlöndum, hver staða lyktarskynsins er nú í dag og hvort að mikilvægi lyktarskyns hafi farið hnignandi í vestrænum nútíma samfélögum. Ég mun bera saman ólík samfélög og skoða hvaða mikilvægi skynjun hefur í læknisfræði eftir ólíkum samfélögum. Ég mun einnig skoða mikilvægi skynjunar í læknisfræði út frá vestrænum samfélögum, bæði fyrr og nú og með því reyni ég að varpa ljósi á það hvort að skynjun lyktar sé menningarlega mótuð.

Samþykkt: 
  • 12.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20334


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til ba prófs 2015.pdf543.31 kBLokaður til...06.01.2100HeildartextiPDF