is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20352

Titill: 
  • Helgun og afhelgun opinbers rýmis, rannsókn á prédikunum íslenskra presta
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggir á eigindlegri rannsókn sem framkvæmd var haustið 2014. Markmið rannsóknarinnar var að fá að kynnast og öðlast skilning á undirbúningi og framsetningu prédikana í samtímanum og miðlun þeirra. Einnig var markmið að skoða hið opinbera rými samtímans og skoða helgun þess og afhelgun. Á árum áður var kirkjan stór þáttur hins opinbera rýmis en í samtímanum má færa sterk rök fyrir að svo sé ekki lengur. Gera má ráð fyrir að aðgengi almennings að hinu almenna opinbera rými sé meira en nokkru sinni áður.
    Í rannsókninni var kannað hvort prestar hugi að því í undirbúningsvinnu og skrifum að prédikanir þeirra og boðskapur geti átt heima í hinu almenna opinera rými utan messunnar eða guðsþjónustunnar þar sem þær eru fluttar og viðhorf þeirra og hugmyndir um slíkt könnuð. Markmiðið var því að öðlast þekkingu á vinnubrögðum þátttakenda og hvort þau beinist að því að prédikunin sé sett fram annarsstaðar en í kirkjunni. Þátttakendur í rannsókninni voru fimm starfandi prestar og voru tekin viðtöl við þá á haustmánuðum 2014.
    Hið opinbera rými kirkjunnar og notkun þess er könnuð í samhengi við hið almenna opinbera rými. Rýnt er í sértæka boðun og hvaða stöðu hún hefur í hinu almenna opinbera rými samfélagsins og hvernig prestar nýta sér það. Einnig er skoðað hvort prestar flytji prédikanir sem eru samfélagslegar eða pólitískar og þá í samhengi við það hvort kirkjan hafi hlutverk sem einhvers konar rödd samviskunnar í þjóðfélaginu.
    Ekki er hægt að alhæfa um niðurstöður rannsóknarinnar en vísbendingar sem fást úr henni eru sérlega áhugaverðar og benda meðal annars til þess að Þjóðkirkjan hafi mikið og jákvætt tækifæri til að koma boðun sinni á framfæri við þjóðina með því að tileinka sér notkun á hinu almenna opinbera rými samtímans sem grundvallast á almennu aðgengi að miðlun samtímans í formi gagnvirkra fjölmiðla, bloggsvæða og samfélagsmiðla.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay is based on a qualitative study that was carried out in the autumn of 2014. The aim of the study was to get to know and understand the preparation and presentation of contemporary preaching and their dissemination. Also, one of the goals was to examine the contemporary public space and look into the secularization of it. In previous years, the church was a big part of the public space, but in the present there is a strong argument that it is not so anymore. It can be assumed that public access to the general public space is greater than ever before.
    Emphasis was placed on examining whether priests consider, in their preparation and writing, that their preaching can belong in the general public space. That is, outside the mass or the divine service, where they are presented. In the essay priests sentiments and ideas about such presentation were also examined. The aim was to gain knowledge of the methods of the participants and whether they aimed to deliver the preaching elsewhere then in the church. Participants in the study were 5 employed priests and the interviews took place in the autumn of 2014.
    The public space of the church and its use is examined in the context of the general public space. A specific mission is reviewed and its position in the general public sphere of the society, and how priests take advantage of it. It is also examined whether priests perform social or political preaching and in that context if the church has some kind of role as a conscience voice in the society.
    It is not possible to generalize the findings of this study. However, the evidence derived from it is particularly interesting and suggests among other things that the Icelandic church has both a great and positive opportunity to bring its message across to the nation. This can be done by adopting the use of the general public space which in the present time is based on the general accessibility of contemporary dissemination in the form of interactive media, blogs and social media.

Samþykkt: 
  • 14.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20352


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helgun og afhelgun opinbers rýmis, rannsókn á prédikunum íslenskra presta..pdf707.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna