is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20358

Titill: 
  • Rave í Reykjavík. Danstónlistarmenning á Íslandi 1990-1995
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð snýr að danstónlistarmenningu á Íslandi í upphafi tíunda áratugarins. Henni er skipt upp í tíma og rúmi og snýr hún fyrst og fremst að samtímasögu þar sem menningarsaga sem undirgrein í sagnfræði er miðlæg í textanum.
    Fyrri hluti ritgerðarinnar snýr að tæknilegri og sögulegri þróun raftónlistar, hérlendis og erlendis. Fjallað verður um tækniþróun, hugmyndaþróun og tilraunastarfsemi með tónlist, hvernig hugmyndir manna um hvað væri tónlist breyttust á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Reifað verður um upphaf diskótekanna og diskótónlistarinnar. Einnig verður fjallað um hvernig rafræna danstónlistin mætti og ögraði dægurtónlist og henni fylgdi ákveðinn lífsstíll,hugarfar, sjálfsmynd og iðnaður.
    Síðari hlutinn fjallar loks að nær öllu leyti um Ísland með áherslu á árin 1990-1995. Einnig verður fjallað um upphaf rave byltingarinnar í Bretlandi frá lok níunda áratugarins og í byrjun þess tíunda. Upphaf rafrænnar danstónlistar á Íslandi verður staðsett í tíma og rúmi og sett í samhengi við rave byltinguna í Bretlandi og lífsstílinn sem henni fylgdi. Skoðað verður hvaðan danstónlistin á tímabilinu barst til Íslands og hvort hægt sé raunverulega hægt að tala um íslenska danstónlist. Alþjóðlega tónlistarhátíðin UXI ’95 verður einnig notuð sem ákveðin vendipunktur í íslenskri tónlistarsögu. Reynt verður að sýna fram á það að danstónlistin á Íslandi á tímabilinu var að nær öllu leyti bresk. Einni komu mestu áhrifin á danstónlistarmenningu Íslands, líkt og næturklúbbamenningu frá Bretlandi. Til stuðnings verða kenningar tveggja heimspekinga, þeirra Edward W. Said og Pierre Bourdieu hafðar til hliðsjónar. Dagblöð og tímarit frá tímabilinu voru helstu heimildirnar notaðar í textanum ásamt fræðigreinum eftir erlenda höfunda líkt og tónlistarfræðingin Mark J. Butler og menningarfræðikonuna dr. Hillegonda Rietveld og svo voru heimildarmyndir einnig notaðar.

Samþykkt: 
  • 15.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Erna Sif Bjarnadóttir.pdf1.92 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna