is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20367

Titill: 
  • Vefjarmarr að norðan: Rannsókn á jarðfundnum textílum frá Hólum í Hjaltadal
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Við fornleifarannsóknir finnast oft jarðfundnir textílar sem eru illa á sig komnir og heilla ef til vill ekki marga. Þessar litlu, brúnu textílleifar leyna hinsvegar á sér og geta spunnið langa sögu. Þær geta nefninlega gefið upplýsingar um stöðu, stílbrigði, framleiðslu og innflutning með nákvæmari rannsóknum. Textílgreiningar eru á hraðri siglingu og rannsóknir á textílum fer sífellt fjölgandi. Framleiðsla textíla á Íslandi á 17. og 18. öld var að taka miklum breytingum þar sem nýjar reglur frá yfirvöldum og breytingar bæði innan vefnaðartækja og framleiðslu breyttist með tilkomu vefstólsins og vefsmiðja. Hólastaður sem biskupsstóll er því áhugaverður til að skoða þessar breytingar vegna stöðu hans en einnig vegna þess hve gríðarlega mikið magn hefur fundist af textíl við fornleifarannsóknir.
    Í þessari ritgerð er því verið að athuga hvort að textílarnir geti sagt okkur eitthvað um þessar samfélagslegu breytingar og einnig reyna að varpa skýrara ljósi á hugsanlega vefframleiðslu á Hólum og þá í tengslum við hús númer 7, en hlutverk þess hefur verið talið hugsanleg vefsmiðja.

Athugasemdir: 
  • Viðauka með skráningu er að finna á geisladiski sem fylgir með ritgerðinni.
Samþykkt: 
  • 16.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20367


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þuríður Elísa Harðardóttir.pdf2.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna