is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20380

Titill: 
  • Titill er á þýsku Ár á Íslandi. Kommentierter Übersetzung eines Kapitels des Buches Ein Jahr in Island
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til BA-prófs við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands. Í þessari ritgerð er formálinn og fyrsti kaflinn úr bókinni Ein Jahr in Island þýddur af þýsku yfir á íslensku. Bókin er hluti af bókaflokknum Ein Jahr in sem gefinn er út af Herderforlaginu í Þýskalandi. Bókaflokkurinn fjallar um upplifun fólks sem flytur til annars lands í eitt ár. Bókin fjallar um hina þýsku Tinu Bauer sem er mjög hrifin af Íslandi og hefur ferðast til landsins nokkrum sinnum en ákveður nú að flytjast búferlum þangað í um eitt ár til að fá að upplifa landið sem íbúi þess. Bókin er þannig uppbyggð að henni er skipt í kafla eftir mánuðum og fjallar þar með hver kafli um það sem á daga Tinu drífur þann mánuðinn. Kaflinn sem þýddur er í þessari ritgerð ber nafnið Maí sem gefur til kynna að hann fjallar um maímánuð en það var í maí árið 2011 sem Tina kom til Íslands til að hefja þetta nýja ævintýri sitt.
    Þessari ritgerð er skipt í tvo hluta, annars vegar er það þýðingin sjálf sem finna má í seinni hluta ritgerðarinnar en fyrri hluti hennar samanstendur af fræðilegri umfjöllun. Fyrri hlutinn hefst á upplýsingum um bókina og bókaflokkinn, því næst er farið í að greina hverskonar texta við erum með í höndunum. Þá verður farið yfir helstu vandamál sem komu upp við þýðingu textans sem og rökstuðning á þeim lausnum sem þýðandi komst að. Síðasti kafli fræðilega hlutans fjallar svo um þá þýðingafræðilegu aðferð sem stuðst var við, við þýðingu textans sem og algeng vandamál sem tengjast þessari aðferð. Í lok ritgerðar má svo finna frumtextann á þýsku.

Samþykkt: 
  • 19.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20380


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bachelor arbeit-skemma.pdf3.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna