is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/203

Titill: 
  • Lífið heldur áfram : upplifun einstaklinga á draugaverkjum eftir útlimamissi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun einstaklinga á draugaverkjum eftir útlimamissi. Rannsakað var hvaða úrræðum einstaklingar sem upplifa draugaverki notuðu til að lina verkina og það viðmót sem þeir mættu hjá heilbrigðisstarfsfólki.
    Draugaverkir eru verkir sem einstaklingur finnur í útlim sem búið er að fjarlægja en geta einnig verið verkir sem koma fram í lömuðum líkama. Úrræði við draugaverkjum eru mörg allt frá hefðbundnum lyfjameðferðum til óhefðbundinna aðferða og er mjög einstaklingsbundið hvað hentar hverjum.
    Notuð var eigindleg tilfellarannsókn við gerð þessarar rannsóknar. Þátttakendur voru fjórir á aldrinum 27– 43 ára og höfðu misst útlim fyrir að minnsta kosti einu ári og upplifðu draugaverki. Tekin voru viðtöl við hvern þátttakenda á heimilum þeirra. Þátttakendur héldu dagbók í eina viku fyrir viðtalið um verkjaupplifun sína og bjargráð við þeim. Við úrvinnslu gagna var greiningarlíkan sett fram sem samanstóð af einu yfirþema, fjórum meginþemum og tveimur til þremur undirþemum innan hvers meginþema.
    Helstu niðurstöður voru þær að allir þátttakendurnir töldu draugaverki ekki vera mikið vandamál. Draugatilfinning var hinsvegar sterk og verkir í stúf voru þreytandi fyrir þátttakendur. Viðmót heilbrigðisstarfsfólks var almennt gott, en engu að síður virtist vera skortur á skipulagðri fræðslu til einstaklinga sem missa útlim og leituðu einstaklingarnir almennt ekki mikið á náðir heilbrigðisstarfsfólks. Að takast á við breytta líkamsmynd var það sem þátttakendur álitu sitt mesta vandamál og var þá ýmist um að ræða andlega vanlíðan sökum breyttrar líkamsímyndar eða að þurfa að læra hluti upp á nýtt, sem áður voru framkvæmdir umhugsunarlaust. Rannsakendur draga þá ályktun í ljósi niðurstaðna að mikilvægt sé að heilbrigðisstarfsfólk veiti skipulagða fræðslu til einstaklinga sem missa útlim til að auðvelda þeim að takast á við nýjar aðstæður í lífi sínu.
    Lykilhugtök: Draugaverkir, útlimamissir, úrræði.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2004
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/203


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
draugav.pdf5.42 MBTakmarkaðurLífið heldur áfram - heildPDF
draugav-e.pdf113.8 kBOpinnLífið heldur áfram - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
draugav-h.pdf145.94 kBOpinnLífið heldur áfram - heimildaskráPDFSkoða/Opna
draugav-u.pdf112.62 kBOpinnLífið heldur áfram - útdrátturPDFSkoða/Opna