ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2042

Titill

Ofbeldi á heimilum og líðan unglinga í skóla

Útdráttur

Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var frá desember 2006 og fram í mars 2008 og fjallar um reynslu unglinga sem búið hafa við ofbeldi á heimilum.
Markmið rannsóknarinnar var að athuga reynslu og upplifun unglinga af ofbeldi á heimilum. Hún miðaði að því að fá fram sjónarmið viðmælendanna, með áherslu á líðan í skólanum á meðan ofbeldið stóð yfir. Einnig er þess vænst að niðurstöðurnar nýtist skólakerfinu. Rætt var við fimm unglinga á aldrinum 13-17 ára sem allir höfðu upplifað ofbeldi af eigin raun og/eða verið áhorfendur að ofbeldi. Ofbeldinu á heimilinu var lokið og rannsóknin því afturvirk.
Ég leitaðist við að fá fram raddir unglinganna, heyra skoðanir þeirra og hvernig erfið reynsla heima fyrir hafði haft áhrif á líf þeirra. Reynsla og skoðanir hvers einstaklings voru því í brennidepli.
Niðurstöðurnar benda til þess að unglingunum hafi liðið frekar vel í skólanum á meðan þeir bjuggu við ofbeldi heima fyrir. Þeir fengu í flestum tilvikum aðstoð og stuðning sem þeir þurftu á að halda. Í mörgum tilvikum upplifðu þeir skólann sem griðastað frá ofbeldinu. Félagar og vinir voru þeim mikilvægir. Það var brýnt að þeirra mati að geta talað við einhvern sem skildi hvað aðstæðurnar á heimilinu væru erfiðar. Unglingarnir leituðu þó ekki til kennara eða starfsfólks skólans með áhyggjur sínar. Unglingarnir óskuðu eftir fræðslu í skólanum um ofbeldi á heimilum og töldu það geta aukið skilning á ofbeldinu.

Athugasemdir

M.Ed. í uppeldis- og menntunarfræði

Samþykkt
8.12.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
NannaTHora_Vidauki1.pdf73,1KBOpinn Viðauki1 PDF Skoða/Opna
NannaThora_Meistar... .pdf536KBOpinn Meginmál PDF Skoða/Opna
NannaThora_Sam.pdf91,3KBOpinn Samþykki PDF Skoða/Opna
NannaThora_Vidauki2.pdf88,0KBOpinn Viðauki2 PDF Skoða/Opna
NannaThora_fors.pdf48,7KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
NannaThora_vidauki... .pdf79,2KBOpinn Viðauki - auglýsing PDF Skoða/Opna