is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20432

Titill: 
  • Falin perla í borgarlandinu: Húsbyggingin að Brekkugerði 19 sett í samband við kenningar um menningararf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitað svara við því, hvort og hvernig líta megi á húsið að Brekkugerði 19 sem menningararf. Húsið var teiknað af Högnu Sigurðardóttur, arkitekt og var byggt á árunum 1961–64. Kenningar um menningararf voru mátaðar við húsbygginguna, þar sem stuðst var við skrif ýmissa fræðimanna sem hafa fjallað um hugtakið. Víða var leitað fanga við gagnaöflun. Meðal annars var skoðað efni sem skrifað hefur verið um húsið, gamlar myndir skoðaðar og farið á vettvang. Megináherslan var síðan lögð í eigindlega rannsóknarvinnu, þar sem viðtöl voru tekin við aðila sem eru vel kunnugir húsinu en einnig voru nokkrir einstaklingar fengnir til að tjá sig um upplifun sína af því. Það var gert til að opna fyrir umræður um það og skoða áhrifin sem þessir einstaklingar urðu fyrir af húsinu útfrá fagurfræði- og nytsemissjónarmiðum.
    Ritgerðin skiptist í fjóra meginkafla og í þeim fyrsta er kynning á arkitektinum og húsinu, farið yfir aðferðarfræðina og viðmælendur kynntir. Í öðrum kafla er menningararfshugtakið til umfjöllunar, byggingarhefðin, sjónarmið varðveislu og húsafriðunar. Þriðji kafli er tileinkaður byggingarsögu hússins, auk þess sem húsið er kynnt ýtarlega í máli og myndum. Í fjórða kafla eru viðtölin greind útfrá þeim kenningum sem stuðst er við. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að húsbyggingin að Brekkugerði 19 hefur mörg einkenni menningararfs og að sjá megi upphaf að ferli sem skapar slíka arfleifð. Einnig að það sé vert að skoða ólík sjónarmið um varðveislu, sem annars vegar snýst um að halda arfinum óbreyttum og síðan hitt sem snýst um halda honum lifandi.

Samþykkt: 
  • 28.1.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Falin_perla_i_borgarlandinu_SGJ.pdf2.82 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna