is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20449

Titill: 
  • Þáttagreining á LEIDS sjálfsmatslista við hugnæmi í depurð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að hugnæmi er næmisþáttur í þunglyndi og getur spáð fyrir um bakslag hjá fólki. Hugnæmi vísar til þess að hversu miklu leyti mild depurð getur endurvakið neikvætt hugsanamynstur. Til að mæla hugnæmi er notaður sjálfsmatslistinn LEIDS-R. Markmið rannsóknarinnar var að kanna þáttabyggingu LEIDS-R með því að þáttagreina sjálfsmatslistann í íslenskri gerð og bera niðurstöðurnar saman við þáttagreiningu listans í erlendri gerð. Í rannsókninni var notast við úrtak 274 háskólanemenda. Farið var í kennslustundir í Háskóla Ísland og listinn lagður fyrir nemendurna þar. Við samanburð á niðurstöðum þáttagreiningar listanna kom í ljós að frávik voru frá niðurstöðum þáttagreiningarinnar í hinni erlendu gerð miðað við þáttagreiningu á listanum í íslenskri gerð, en þó er lítið vitað um próffræðilega eiginleika LEIDS R sjálfsmatslistans í erlendri gerð. Til þess að fá gleggri mynd þyrfti að vinna fleiri rannsóknir á íslenska sjálfsmatslistanum. Það sem takmarkaði rannsóknina helst var að úrtakið var einsleitt og það sem einnig gæti haft áhrif á niðurstöður rannsóknarinnar er að úrtakið var fremur lítið.

Samþykkt: 
  • 2.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Hugnæmi loka.pdf303.23 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna