is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20475

Titill: 
  • Vöruinnsetning : viðhorf neytenda og notkun fyrirtækja á vöruinnsetningu -
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að fjalla um og skilgreina hugtakið vöruinnsetning (e. Product placement). Hér eru aðferðir þess útskýrðar og tekið er á ýmsum málum er þau varða. Farið er að hluta yfir söguna, skoðaðir eru mögulegir ávinningar og ástæður þess af hverju fyrirtæki ættu að nýta sér vöruinnsetningu í markaðsstarfi sínu. Í ritgerðinni er fjallað um tvær rannsóknir sem höfundur framkvæmdi haustið 2014. Annars vegar var gerð megindleg rannsókn á almenningi í formi spurningakönnunar, með notkun snjóboltaúrtaks (e. Snowball Sample), og með sjálfvöldu úrtaki (e. Self Selected Sample). Hins vegar var gerð eigindleg rannsókn í formi viðtala við starfsfólk tveggja kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslufyrirtækja. Sett var fram ein meginrannsóknarspurning fyrir megindlegu rannsóknina „Hvernig er viðhorf neytenda til vöruinnsetninga?“ og tvær undirrannsóknarspurningar, „Hefur vöruinnsetning áhrif á kauphegðun neytenda?“ og „Taka neytendur almennt eftir vöruinnsetningum í kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og/eða í tölvuleikjum?“.
    Úr megindlegu rannsókninni, sem framkvæmd var á dögunum 6. – 13. nóvember, fengust alls 602 svör. Spurt var til dæmis hvort þátttakendur hefðu orðið varir við vöruinnsetningu og út frá því hvort þeir teldu vöruinnsetningu hafa áhrif á neyslu neytenda og hvert viðhorf þeirra til vöruinnsetninga væri. Tekin voru tvö viðtöl við starfsmenn Sagafilm og 365 miðla, í eigindlegu rannsókninni. Viðtölin höfðu það markmið að komast að því hvort notkun íslenskra fyrirtækja á vöruinnsetningu væri einhver og hvort notkun þeirra á vöruinnsetningu fari vaxandi og hvernig hún fer fram.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að neytendur taki almennt eftir vöruinnsetningum og að viðhorf þeirra gagnvart þeim sé almennt frekar jákvætt. Einnig gefa niðurstöðurnar til kynna að notkun á vöruinnsetningum á Íslandi sé ekki mikil, en að hún sé þó að aukast.
    Lykilorð: Viðskiptafræði, markaðsfræði, samhæfð markaðsleg boðmiðlun, auglýsingar, vöruinnsetning, neytendahegðun, kauphegðun, kaupákvörðunarferli.

Samþykkt: 
  • 3.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þórunn Valdimarsdóttir.pdf1.37 MBOpinnPDFSkoða/Opna