is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20480

Titill: 
  • Tæringarvörn fyrir rafskápa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar tæringu, tæringarþol, og tæringarvarnir ryðfrís stáls. Kannað var hversu áreiðanleg tæringarvörn Dynax UC veitir ryðfríu stáli í klórríku umhverfi. Dynax UC er vax sem úðað er á það yfirborð sem skal verja, þar sem það myndar varnaskjöld gagnvart umhverfinu. Auk þessa efnis var tæringarþol stáls, meðhöndlað með Polinox B skoðað. Polinox B er sýrumeðhöndlun sem eykur tæringarþol ryðfrís stáls. Tæringarþol þessara yfirborðsmeðhöndlana er borið saman við ómeðhöndlað stál, hina hefðbundnu sýrumeðhöndlunum og rafpóleringu. Þá verður einnig skoðað hvort forvinnsla með glerblæstri hafi einhver áhrif.
    Í fyrri hluta verkefnis verður fjallað almennt um ryðfrítt stál, tæringu og yfirborðsmeðhöndlanir. Þá verður einnig fjallað um klór til sótthreinsunar sem er algengur tæringarvaldur ryðfrís stáls í matvælaiðnaði. Í seinni hluta verkefnis er fjallað um tilraun þar sem samanburður var gerður. Niðurstöður sýna að Dynax UC veitir öflugri vörn en sýruþvottur og rafpólering. Dynax UC, er því ákjósanlegur kostur til þess að ráða niðurlögum á tæringu innan veggja rafskápanna. Meðhöndlun með Polinox B kemur síst út. Glerblásturinn virðist draga úr tæringarþoli.

Samþykkt: 
  • 3.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20480


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BjartmarEgillH_TaeringarvornRafskapa.pdf45.12 MBLokaður til...03.12.2024HeildartextiPDF