is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20506

Titill: 
  • Starfsánægja og streita í starfi hjúkrunardeildarstjóra á Landspítala í kjölfar skipulagsbreytinga: Þversniðskönnun
  • Titill er á ensku Job satisfaction and work stress among head nurses working at Landspitali after management reconstruction:
    Descriptive cross sectional study
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skipulagsbreytingar og niðurskurður á Landspítala í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 hafði áhrif á störf hjúkrunardeildarstjóra. Breytingarnar voru gerðar vegna krafna um hagræðingu og endurskipulagningu. Markmið þessarar megindlegu lýsandi rannsóknar er að kanna starfsánægju, streitu í starfi, heilsu, vinnu og vinnuumhverfi ásamt stuðningi í starfi hjúkrunardeildarstjóra á Landspítalanum í kjölfar skipulagsbreytinganna. Hjúkrunardeildarstjórar fengu nýja starfslýsingu í byrjun árs 2010 þar sem kveðið er á um þríþætta ábyrgð þeirra, þ.e. faglega, stjórnunarlega og fjárhagslega ábyrgð.
    Gagna var aflað vorið 2012 með spurningalista sem innihélt mælitækin McCloskey/Muller-starfsánægjukvarðann, Streituvalda í vinnu (SOSS) og Norræna spurningalistann (QPSNordic) um sálfélagslega þætti í vinnunni ásamt bakgrunnsspurningum. Þátttakendur voru 70 hjúkrunardeildarstjórar á Landspítalanum.
    Svarhlutfall var 76% og voru 57% þátttakenda á aldrinum 35 – 54 ára og 43% eldri en 55 ára. Þrjátíu prósent höfðu starfað sem hjúkrunardeildarstjórar í minna en 5 ár, 21% í 6 – 10 ár og 49% meira en 10 ár. Hjúkrunardeildarstjórar eru almennt ánægðir í starfi (98%). Þeir voru ánægðir með starfsánægjuþættina: Samstarfsfólk, Stjórnun og samskipti en óánægðir með Laun og hlunnindi. Flestir þátttakenda (94%) töldu vinnuálag of mikið, vinnuálag ójafnt og verkefni hlaðast upp. Vinnuaðstæður höfðu áhrif á starfsánægju og streitu í starfi og streita hafði neikvæð áhrif á starfsánægju. Þátttakendurnir töldu flestir heilsu sína góða (93%) en þó fundu 60% fyrir streitueinkennum frá stoðkerfi, s.s. bakverkjum, liðverkjum og verkjum í vöðvum. Þátttakendur töldu helstu streituvalda í starfi vera: Samskiptaerfiðleika, tímaskort og verkefnaálag. Þeir óskuðu helst eftir stuðningi í starfi frá samstarfsfólki, öðrum deildarstjórum, framkvæmdastjóra og aðstoðardeildarstjóra. Niðurstöður aðhvarfsgreiningar voru að starfsaldur sem hjúkrunardeildarstjóri, of erfið verkefni, of lítil mönnun og að komast ekki úr vinnu vegna álags spáðu mestu fyrir um streitu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að stjórnskipulagsbreytingar hafa áhrif á störf og líðan hjúkrunardeildarstjóra. Framkvæmdastjóri sviðs getur með styrkingu og stuðningi við hjúkrunardeildarstjóra, bæði faglegan og stjórnunarlegan, haft áhrif til að auka starfsánægju þeirra, minnka starfstengda streitu og þar með heilsufarsleg vandamál. Það getur þó verið vandkvæðum bundið því samkvæmt núverandi stjórnskipulagi Landspítala er næsti yfirmaður hjúkrunardeildarstjóra ýmist læknir eða hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri hjúkrunar er einungis faglegur yfirmaður hjúkrunardeildarstjóra.

  • Útdráttur er á ensku

    Restructuring and downsizing at Landspitali – The National University Hospital of Iceland following the
    economic crisis in 2008 had an impact on the work of nurse unit managers. The changes were made
    due to demands for increased efficiency and reorganization. The purpose of this descriptive cross
    sectional study is to explore job satisfaction, job stress, health, work and work conditions, and job
    support of nurse unit managers in Landspitali following the changes of the organizational structure.
    The unit managers received a new job description at the beginning of 2010 where emphasis was
    placed on their professional, managemental and financial responsibility.
    Data was collected in the spring of 2012 with a questionnaire that incorporated the
    McCloskey/Mueller Satisfaction Scale, job stress scale (SOSS) and QPS Nordic concerning
    psychosocial conditions at work, and some demographic questions. Participants were 70 nurse unit
    managers at Landspitali who.
    Response rate was 76% and 57% of participants were 35 – 54 years of age and 43% were older
    than 55 years. Thirty percent had worked as nurse unit managers for less than 5 years, 21% for 6 – 10
    years and 49% over 10 years. Nurse unit managers are generally satisfied with their jobs (98%). They
    were satisfied with the job satisfaction factors: Coworkers, management and communication but
    dissatisfied with salary and benefits. Most of the participants (94%) considered workload to be
    excessive, workload uneven and tasks piled up. Work conditions did affect both job satisfaction and
    work stress and stress had negative impact on job satisfaction. Most of the participants (93%) reported
    good health but nevertheless 60% had musculoskeletal stress symptoms such as lower back pain and
    joints and muscle pain. The participants considered major stress were: Communication difficulties,
    lack of time and excessive workload. They wished mainly for support from coworkers, other unit
    managers, their next supervisor and assistant nurse managers. Findings from regression analysis
    revealed that tenure as a nurse unit manager, too difficult projects, shortage of staff and not being able
    to leave work at the right time due to workload predicted job stress.
    The results show that changes made in the organizational structure did have an impact on the work
    and wellbeing of nurse unit managers work. Their next executive officer can with empowerment and
    support enhance their job satisfaction, decrease job stress and thereby health problems. That can be
    difficult in current organizational structure of Landspitali because the next executive officer of nurse
    unit managers has either medical or nursing educational background and the Chief Nurse Excecutive
    is only responsible for nursing care and does not hold manegerial responsibility.

Samþykkt: 
  • 5.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20506


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg Fjölnisdóttir 2015 pdf.pdf2.52 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna