is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20522

Titill: 
  • Upplifun af núvitundariðkun: Að stíga út úr sjálfvirkni hugans, inn í rými sáttar, góðvildar og sjálfsstjórnar
  • Titill er á ensku The lived experience of practicing mindfulness: Insight into the automacy of the mind leads to acceptance, compassion and self-control
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Núvitund (mindfulness) er hugarástand, hugleiðsluform sem notið hefur vaxandi vinsælda og hafa rannsóknir sýnt að núvitund getur haft jákvæð áhrif á líðan fólks. Upplifun einstaklinga af núvitundariðkun hefur þó lítið verið rannsökuð. Slíkar rannsóknir gætu gefið frekari vísbendingar um hvernig nýta megi núvitund sem meðferðarform.
    Tilgangur þessarar rannsóknar er að auka skilning á upplifun einstaklinga af núvitundariðkun. Rannsóknarspurningin var: Hver er upplifun einstaklinga af því að iðka núvitund? Rannsóknaraðferðin var eigindleg, byggð á túlkandi fyrirbærafræði. Úrtakið var þægindavalið, sex núvitundariðkendur, fjórir karlar og tvær konur á aldrinum 40–60 ára. Gagnasöfnun fór fram á árunum 2013–2014 og var tekið eitt djúpviðtal við hvern þátttakanda. Gagnagreining byggði á grunnlífsþemum van Manens. Eftirfarandi þemu voru greind: Lifað rými: Að leyfa öllu að vera eins og það er. Lifaður tími: Að vera hér og nú. Lifuð tengsl: a) Dýpri tengsl við aðra og b) Að sýna sér góðvild. Líkami í reynd: a) Að vakna til meðvitundar um sjálfvirkni hugsana og tilfinninga, b) Hugurinn vill ekki hugleiða og c) Núvitundariðkun breytir manni.
    Niðurstöður gefa til kynna að þeir sem iðki núvitund verði meðvitaðri um sjálfa sig og umhverfi sitt, að hin aukna meðvitund fáist með innsýn í sjálfvirkni hugsana og tilfinninga sem svo leiðir til aukinnar sjálfsstjórnar. Þátttakendur voru meira hér og nú, þeir áttu auðveldara með að leyfa öllu að vera eins og það er og þeir upplifðu dýpri tengsl við aðra. Góðvild gagnvart sjálfum sér var lykill að þessum árangri.
    Álykta má að núvitundariðkunin hafi verið gagnleg til að hjálpa þátttakendum þessarar rannsóknar að öðlast aukna sjálfsstjórn, sátt og góðvild gagnvart sjálfum sér og öðrum.
    Lykilorð: Núvitund, upplifun, túlkandi fyrirbærafræði og hjúkrun.

  • Útdráttur er á ensku

    Mindfulness is a state of mind and a form of meditation and studies have shown that it can have positive effects on people’s health. Yet little is known about people’s lived experience of practicing mindfulness. Such studies could further enhance knowledge on how mindfulness can be used as a form of therapy.
    The purpose of this study was to increase understanding of people’s lived experience of practicing mindfulness. The research question was: “What is the lived experience of practicing mindfulness?” An interpretive qualitative research method based on open-ended in-depth interviews was undertaken. The cohort was selected by a convenience sample of four men and two women aged 40–60 years who practiced mindfulness. Data was collected in 2013–2014 by interviewing each participant once. The data were analyzed according to van Manens hermeneutic phenomenology. The following fundamental themes were analyzed: Lived space, referred to: To let everything be as it is. Lived time, referred to: Being here and now. Lived other, referred to: a) Deeper connection to others and b) Self-compassion. Lived body, referred to: a) To see the automacy of thoughts and feelings and b) The resistance of the automatic mind and c) Transformation.
    These results indicate that practicing mindfulness increases awareness of the self and the environment. Such increased awareness seems to be the result of deeper insight into the automacy of thoughts and feelings, which leads to more self-control. The participants experienced being in the moment, acceptance and deeper connection to others. Self-compassion was experienced as a key to the transformative process of practicing mindfulness.
    It can be concluded that practicing mindfulness led to better self-control, acceptance and self-compassion for the participants of this study.

    Keywords: Mindfulness, lived experience, hermeneutic phenomenology and nursing.

Samþykkt: 
  • 8.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20522


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð-Ingibjörg Kristín Eiríksdóttir.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna