is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20536

Titill: 
  • Ráðstefnugesturinn og saga ráðstefnuhalds á Íslandi
  • Titill er á ensku The conference guest and the history of conference management in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil aukning erlendra ferðamanna hefur verið síðustu ár og munu þeir ná milljón áður en langt um líður. Hluti þessara erlendu ferðamanna eru ráðstefnugestir.
    Í þessari ritgerð eru birtar niðurstöður rannsókna sem gerðar voru til að skoða arðsemi ráðstefnuferðamanna á móti hinum almenna ferðamanni. Farið er yfir sögu ráðstefnuhalds á Íslandi í stuttu máli og hvernig hún tengist sögu ferðaþjónustu Íslands, framtíð ráðstefnuhalds, tengingu Tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu og hversu mikil breyting Harpan er í raun fyrir ráðstefnu- og fundahald á Íslandi. Leitast er við að svara spurningunum hvort það sé greinilegur munur á daglegri eyðslu erlendra ráðstefnugesta og hins almenna erlenda ferðamanns. Stuðst er við eiginlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir, eiginlegar í formi opinna viðtala og megindlegar þar sem tölfræði er skoðuð.
    Helstu niðurstöður voru þær að það eru skýr merki um það að erlendir ráðstefnugestir séu þó nokkuð verðmætari og eyða um helmingi meira á dag en hinn almenni ferðamaður. Einnig er það ljóst að þótt Harpan sé kærkomin viðbót í flóru ráðstefnuhalds þá er það ekki gjörbylting því það þarf meira að koma til, s.s. mikið markaðsstarf. Hins vegar gæti með tilkomu nýs hótels við Hörpu orðið mikil bylting í stærð þeirra ráðstefna sem Ísland gæti tekið á móti. Það þarf samt sem áður mikið samstarf á milli beggja aðila þ.e.a.s. Hörpu og hótelsins. Einnig kom í ljós að til að auka ferðmennsku á jaðar- og lágannatímum ætti ríki og borg í samstarfi við ferðaþjónustufyrirtæki að auka kynningu Reykjavíkur tengt ráðstefnu- og fundahaldi.

Samþykkt: 
  • 9.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjorg_Hjalmfridardottir_BS.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.