is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20538

Titill: 
  • Markaðssetning á netinu í ferðaþjónustu
  • Titill er á ensku Online marketing in tourism
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markaðurinn í dag er að miklu leyti orðinn landamæralaus og þarf markaðssetning á netinu hjá afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu að mæta því á margan hátt. Farið var yfir það hvernig markaðssetningu á netinu er háttað hjá afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi og Írlandi, hvernig fyrirtækin nýta sér fræðilegar kenningar við markaðssetninguna og það samstarf sem fer fram milli einkaaðila og þess opinbera.
    Spurningalisti var sendur á 200 fyrirtæki í afþreyingarferðaþjónustu á Íslandi og á Írlandi þar sem spurt var út í ýmislegt tengt markaðssetningu á netinu s.s. þá miðla sem fyrirtækin nýta sér, hvernig löndin nýta sér fræðin og tengingu þeirra við hið opinbera.
    Helstu niðurstöður voru þær að bæði lönd nýta sér fræðilegar kenningar við uppbyggingu markaðssetningar sinnar á netinu og gegnir leitarvélabestun (e. search engine optimization, SEO) mjög stóru hlutverki þegar kemur að því að fá neytendur inn á eigin miðla fyrirtækjanna. Einnig gegna opinberir aðilar stóru hlutverki bæði á Íslandi og Írlandi en þeir hafa áhrif á bæði beinan og óbeinan hátt, með sínu eigin markaðsstarfi sem og með því að veita fyrirtækjunum aðstoð við markaðssetningu á netinu á ýmsan hátt.
    Í heildina litið hafa báðar þjóðir sína styrkleika og sína veikleika. Íslendingar nýta betur þá miðla sem í boði eru og nota þá til þess að njóta góðs af þeim mikla ferðamannafjölda sem heimsækir landið en Írar njóta betri leiðsagnar frá hinu opinbera og nýta hana í sinni markaðssetningu á netinu. Báðar þjóðir hafa rúm fyrir bætingu og má þá helst nefna betri aðkomu þess opinbera að aðstoð og leiðsögn við netmarkaðssetningu á Íslandi og betri blandaðri nýtingu miðla á Írlandi.

Samþykkt: 
  • 9.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20538


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IngunnDoggEiriksdottir_BS_lokaverk.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.