is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20540

Titill: 
  • Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ
  • Costs and public's attitude towards asylum seekers in Reykjanesbær
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hælisleitendur hafa verið mikið í umræðunni undanfarin ár vegna mikillar fjölgunar á umsóknum hérlendis, og þá sérstaklega í Reykjanesbæ þar sem það var eina bæjarfélagið til loka ársins 2013 sem sá um að þjónusta hælisleitendur. Nú hefur verið gerður samningur við Reykjavíkurborg sem tók gildi 1. janúar 2014. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða hver kostnaðurinn er við uppihald hælisleitenda í Reykjanesbæ og framkvæma jafnframt könnun á meðal íbúa í Reykjanesbæ, sem og á höfuðborgarsvæðinu til samanburðar, til að kanna hversu mikið íbúar vita um kostnaðinn og hvað þeir ætli að hælisleitendur séu í raun að fá til ráðstöfunar. Einnig var spurt út í viðhorf og vitneskju íbúa á málefninu. Settar voru fram tvær tilgátur. Tilgáta 1: „Íbúar Reykjanesbæjar halda að kostnaður vegna hælisleitenda sé meiri en raun ber vitni“. Tilgáta 2: „Viðhorf íbúa Reykjanesbæjar í garð hælisleitenda er neikvætt“.
    Niðurstöður leiddu í ljós að bæði íbúar Reykjanesbæjar og höfuðborgarsvæðisins telja að hælisleitendur fái mun meira til ráðstöfunar á mánuði en raun ber vitni. Viðhorf íbúa í Reykjanesbæ er í heildina neikvætt, þeir eru ekki sáttir við búsetu hælisleitenda í bæjarfélaginu og telja þá mjög áberandi. Túlka má niðurstöðurnar sem svo að vegna þess hve lítið bæjarfélagið er þá séu hælisleitendur mun meira áberandi en á höfuðborgarsvæðinu þar sem þeir falla betur í fjöldann. Eins hafa þeir verið mun lengur í þjónustu á Suðurnesjum, þeim fjölgað ört á síðustu árum og því hafa þeir verið meira áberandi.

Samþykkt: 
  • 9.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20540


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JohannaMariaJonsdottir_BS_lokaverk.pdf1.73 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.