is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20543

Titill: 
  • Hvernig nýtist viðskiptalíkanið Business Model Canvas íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum?
  • Titill er á ensku Is the Business Model Canvas useful for the Icelandic innovationcompany?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í heimi nýsköpunar er alltaf verið að finna upp hjólið eða betrumbæta það sem við höfum. Fyrirtæki sem sérhæfa sig í að aðstoða frumkvöðla við nýsköpun hafa litið dagsins ljós og þannig auðveldað frumkvöðlum að nálgast þær upplýsingar og aðstoð sem þeir þurfa. Kynnt hafa verið til sögunar hjálpartæki og tól sem aðstoða frumkvöðla við að vinna að nýsköpun og koma henni á markað. Viðskiptalíkanið Canvas er fremst í flokki hér á landi innan fyrirtækja sem aðstoða frumkvöðla. Viðskiptalíkanið Canvas er níu dálka viðskiptalíkan sem fer inn á alla þá þætti sem frumkvöðull þarf að skoða, bæði tekjulega og kostnaðarlega.
    Höfundi ritgerðar finnst áhugavert að allir séu settir undir sama hatt hér á landi þegar kemur að nýsköpun, allir benda þér á að nota viðskiptalíkanið Canvas þótt það séu til önnur líkön sem myndu henta þinni nýsköpun. Rétta viðskiptalíkanið fyrir nýsköpunarfyrirtæki fer eftir hver nýsköpunin er hverju sinni.
    Niðurstaða ritgerðar var sú að frumkvöðlar eru ekki að nota þau tæki og tól sem í boði eru og margir frumkvöðlar eru ekki að nota neitt til að aðstoða við að koma nýsköpun á markað. Einnig kom í ljós að það sem er í boði fyrir frumkvöðla virðist ekki vera að skila sér því frumkvöðlar þekktu ekki viðskiptalíkanið Canvas sem fyrirtæki sem aðstoða frumkvöðla hérlendis mæla með.

Samþykkt: 
  • 9.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20543


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ollý Björk Ólafsdóttir - lokaritgerð.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.