ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2055

Titill

Hnífar eru drjúgir til afþreyingar

Útdráttur

Í þessu verki fjalla ég um sögu handverksins og hvernig heimilisiðnaðurinn
hefur verið einn meginþátturinn í lífi fyrri kynslóða. Ég greini frá viðbrögðum fólks
við vélvæðingu nágrannalandanna þegar því fannst verkkunnátta fyrri kynslóða vera
að glatast. Ég færi rök fyrir því hversu mikilvægt er að viðhalda verkkunnáttunni með
því að kenna menningartengdan heimilisiðnað í félags- og skólastarfi, þar sem
nemendur læra um menningu þjóðar í gegnum samspil hugar og handa, samhliða
öðrum námsgreinum. Með auknum skilningi verði námið bæði auðveldara og
áhugaverðara og því minni hætta á að tengslin við ræturnar rofni.
Ég bendi á ofangreindu til stuðnings að í gegnum tíðina hafi í Aðalnámskrá
Grunnskóla verið sagt að færni og skilningur sé undirstaða allrar verkmenningar í
sérhæfðu nútímasamfélagi og að þráðarmenningin hvíli á árþúsundaþróun og
rótgrónum hefðum. Af þessu má ætla að handverkskennsla sé ekki lakari
undirbúningur undir lífið en önnur fög þó hún sé samt sem áður almennt kölluð
aukanámsgrein. Jafnframt segir í aðalnámskránni að textílmennt sé uppspretta gleði
og lífsfyllingar fyrir einstaklinginn. Við sjáum að gripið hefur verið til handverksins
sem úrræðis þegar allt annað bregst. Ég tel að ef þjóðin leggði meiri áherslu á að
rækta og viðhalda sköpunarkrafti heimilisiðnaðarins og vaknaði til vitundar um
heilunarmátt þess að geta búið sér til nytjamuni að eigin óskum yrði handverkið metið
til jafns við aðrar námsgreinar.
Loks skoðaði ég það sem Svíar hafa haft fram að færa á þessu sviði, hvernig
þeir hafa nýtt sér heimilisiðnaðinn, annars vegar sem eðlilegan og nauðsynlegan þátt í
að viðhalda sinni þjóðarmenningu og hins vegar sem tómstundir fyrir börn og
unglinga.

Samþykkt
23.2.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hnífar eru drjúgir... .pdf292KBOpinn Hnífar eru drjúgir til afþreyingar - heild PDF Skoða/Opna