is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20572

Titill: 
  • Upplifun tjónþola af viðbrögðum stofnana í kjölfar Suðurlandsskjálftans 2008
  • Titill er á ensku Claimants experience of institutional reactions following the earthquake in South of Iceland 2008
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þann 29. maí 2008 reið jarðskjálfti yfir Suðurland. Mældist styrkur hans 6,3 á Richter. Skjálftinn olli engu manntjóni en eignatjón varð gífurlegt. Mikið mæddi á björgunaraðilum sem og þeim aðilum er komu að matsstörfum á skemmdum er orðið höfðu. Stjórnvöld og matsaðilar lögðust á eitt til að sem best og hraðast mætti bæta það tjón sem orðið hafði og reisa samfélagið við að nýju. Í þessu verkefni var kannað hvernig til tókst að mati tjónþola. Rætt var við fulltrúa tveggja matsaðila er að málinu komu og sex tjónþola og bækur þeirra bornar saman. Fulltrúar matsaðila annars vegar og tjónþolar hinsvegar fengu sömu spurningar og voru samræður skapaðar út frá því. Ljóst er að mikill metnaður fulltrúa stjórnsýslu og tryggingafélaga sem og lærdómur er dreginn var af fyrri hamförum skilaði sér í góðu og skilvirku starfi sem leiddi af sér ánægju flestra tjónþola. Er það aðdáunarverður árangur miðað við svo erfiðar aðstæður sem raun ber vitni. Mikilvægt er þó að yfirfara og uppfæra vinnureglur og vinnuferla reglulega til að þeir séu ávallt í takt við samfélagsmyndina hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 10.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar_Olason_BA.pdf724.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna