is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20600

Titill: 
  • Barnamenningarhátíð í Reykjavík : viðhorf og hugmyndir stjórnenda í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkur um Barnamenningarhátíð í Reykjavík
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni er ætlunin að gera grein fyrir könnun á viðhorfi stjórnenda í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík til Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. Hugtakið barnamenning er skoðað ásamt þeim stefnum sem hafa verið í gangi í málefnum barnamenningar. Þessum hluta er ætlað að skilgreina hugtök og fræði á bakvið rannsóknina. Gerð var megindleg spurningakönnun meðal stjórnenda í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík og unnið úr niðurstöðum þeirrar könnunar.
    Niðurstöður könnunarinnar benda til að stjórnendur í skóla- og frístundastarfi í Reykjavík séu mjög jákvæðir í garð hátíðarinnar. Þeir líta á hátíðina sem tækifæri fremur en kvöð og telji þátttöku sinnar stofnunar mikilvæga. Eins komu fram margar hugmyndir um hvernig þróa megi hátíðina þannig að hún nái betur til allra. Þátttakendur í könnuninni komu ítrekað fram með þá athugasemd að hátíðin þyrfti að færast meira út í hverfin.
    Könnunin var unnin í samvinnu við Höfuðborgarstofu og stjórn Barnamenningarhátíðar. Hátíðin er sífelldri þróun og gestir og þátttakendur virðast líta á hátíðina sem hvatningu og stuðning við barnamenningu. Tilgangur könnunarinnar var að styðja við þróun hátíðarinnar og gefa stjórn hátíðarinnar tækifæri til að kynnast hugmyndum og viðhorfi hjá einum stærsta hagsmunaaðila hátíðarinnar.

Samþykkt: 
  • 18.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20600


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SaerosRannveigBjornsdottir_MA_lokaverk.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna