is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20609

Titill: 
  • Eigandi eða réttlaus leigutaki? Njóta fiskveiðiheimildir eignarréttarverndar skv. atvinnufrelsisákvæði 75. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 gegn mögulegri innköllun stjórnvalda þeirra við endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins á Íslandi
  • Titill er á ensku Owners or tenants without rights? Are fishing quotas protected as assets under the 75th article of the constitution of the republic of Iceland no. 33/1944 against the possible recall of the rights during as a part of revision of the Icelandic fisheries laws?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fiskveiðistjórnunarkerfið hefur verið eitt heitasta deilumál landsmanna allt frá upptöku þess árið 1983 og enn frekar jukust deilurnar þegar aflaheimildir voru gerðar varanlegar og framseljanlegar árið 1991. Lögin voru endurútgefin sem lög 116/2006 um stjórn fiskveiða (fsl.) en þau hafa tekið þó nokkrum breytingum frá upphaflegri útgáfu laga nr. 38/1990 um stjórn fiskveiða.
    Eignarréttur skal túlkaður rúmt. Skv. Hrd. 36/1934 en þar kemst hæstiréttur að því að vörumerki geti fallið undir eignarréttarvernd. Síðar kemst rétturinn að því í Hrd. 80/1963 að atvinnuréttindi geti í raun notið eignarréttarverndar, en þar hafði aðili sem hafði aflað sér búnaðar til minkaræktunar uppi bótakröfu á hendur ríkinu eftir að lögum hafði verið breytt sem bönnuðu minkaeldi.
    3. málsl. 1. gr. fsl. kveður á um að úthlutun fiskveiðiheimilda skapi ekki óafturkræft tilkall eða eignarréttindi yfir þeim. Greiningar fræðimanna benda hinsvegar til þess að þrátt fyrir það að fyrirvarinn geti staðist stjórnarskrá taki hann einungis til eignarréttarverndar sem myndast skv. 72. gr. stjórnarskrárinnar en ekki þeirrar 75.
    Er komist að þeirri niðurstöðu að fiskveiðiheimildir geti notið eignarréttarverndar skv. 72. gr. stjórnarskrárinnar. Þá styrkir saga fiskveiðistjórnunarkerfisins þessa niðurstöðu þar sem upphaflega var úthlutað á grundvelli veiðireynslu. Þá hefur yfirleitt verið til staðar sú meginregla að menn fái úthlutað sambærilegri aflahlutdeild milli ára og því má reikna með því að réttmætar væntingar útgerðarmanna hafi myndast til þess að ríkið svipti þá ekki atvinnuréttindum sínum. Því getur ríkið ekki kallað inn fiskveiðiheimildir til algerrar endurúthlutunar nema bótagreiðslur komi til.

Samþykkt: 
  • 18.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20609


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hans_Fridrik_Hilarius_Gudmundsson_BSvidskiptalogfraedi.pdf585.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.