is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20612

Titill: 
  • Umpólun í Evrópumálum : Evrópustefna Framsóknarflokksins
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjallað er um Evrópustefnu Framsóknarflokksins á lýðveldistímanum og sýnt fram á hvernig afstaða flokksins til Evrópumála hefur að miklu leyti mótast af því hvort flokkurinn hefur verið í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu þegar ákvarðanir hafa verið teknar hverju sinni. Evrópustefna flokksins er skýrð út frá kenningum um ESB efahyggju og þjóðernishyggju með tilvísan í sögulega arfleið flokksins. Rannsóknarspurning verkefnisins er: Hvað skýrir vendingar Framsóknarflokksins í Evrópumálum eftir hrun? Vegna tveggja grundvallarstefnubreytinga sem urðu á tímabilinu er niðurstaðan tvíþætt. Aðildarsinnuð stefna var mótuð innan flokksins eftir yfirgripsmikið grasrótarstarf sem stóð yfir á árunum 2001-2009. Sú umræða sem þá hafði farið fram innan flokksins var upplýst, opinská og lýðræðisleg þar sem allir fletir málsins voru kannaðir. Umræðan leiddi til þess að margir efasemdamenn innan flokksins breyttu afstöðu sinni í jákvæða átt gagnvart hugsanlegri aðild Íslands að ESB. Hin aðildarfælna Evrópustefna Framsóknarflokksins átti rót sína að rekja til kröftugra andmæla nýrrar forystusveitar flokksins gegn Icesave samningunum. ESB varð fljótlega í Icesave umræðunni skotspónn margra andstæðinga samninganna og virðist sem sú umræða hafi leitt til aukinnar ESB efahyggju íslensks almennings sem kristallaðist í málflutning nýrrar forystu Framsóknarflokksins. Túlka má niðurstöðurnar á þann hátt að ólík aðferðafræði hafi einkennt stefnubreytingarnar. Sú fyrri kom frá grasrótinni en sú síðari frá flokksforystunni án samskonar umræðu og fór fram í hinni fyrri stefnumótun.

Samþykkt: 
  • 18.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20612


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Kristjan_Snaebjornsson_2014_final.pdf731.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Útprentun og afritun er óheimil nema með leyfi höfundar.