is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20637

Titill: 
  • Um ríksaðstoð : hvað felst í hugtakinu ríkisaðstoð í skilningi EES réttar og hverjar eru takmarkanir hennar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar vandamál koma upp í hagkerfum aðildarríkja er stjórnvöldum gefið vald til inngripa, þ.e. stjórnvöld hafa heimildir til að veita aðstoð inn á markaðinn þegar hann er ekki fær um að takast á við stöðuna eins og hún er. Þó svo stjórnvöldum sé þessi heimild gefin þá ber þeim eftir sem áður að vernda markaðinn með því að tryggja að veitt ríkisaðstoð raski ekki samkeppni að neinu leyti. Hendur aðildarríkja eru bundnar af sameiginlegum reglum Evrópska efnahagssvæðisins og Evrópusambandsins hvað aðstoðina varðar og er þeim ætlað að tryggja að stjórnvöld veiti ekki fyrirtækjum innan lögsögu sinnar ríkisaðstoð sem raskar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara fram yfir aðrar. Slíkt getur haft áhrif á viðskipti ríkja á innri markaðinum. Löggjöfin um ríkisaðstoð er flókin og er af mörgu að taka. Til að mynda er bann lagt við hvers kyns aðstoð sem aðildarríki veita af ríkisfjármunum þó svo bannið sé undanþægt á margan hátt að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Undanþágur er bæði að finna í EES-samningnum sem og í sérlögum aðildarríkja. Þá eru einnig reglugerðir um hópundanþágur og má sem dæmi nefna reglugerð um minniháttaraðstoð sem og nýja reglugerð um ríkisaðstoð sem undanþegin er tilkynningarskyldu. Ríkisaðstoð er flókið kerfi sem erfitt er að gera skil á í fáeinum orðum. Í ritgerð þessari verður farið yfir þær sameiginlegu reglur aðildarríkja Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem gilda um veitingu ríkisaðstoðar. Þá verður einnig fjallað um takmarkanir á beitingu reglananna og undanþágur frá þeim.

Samþykkt: 
  • 27.2.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20637


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElinGEinarsdottir_ML.pdf776.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkið er lokað til 2018 vegna viðkvæms efnis.