is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20656

Titill: 
  • „Þekkingin færð út í hið óþekkta.“ Frumkvöðlarnir í OZ nýttu þekkingu, reynslu og ástríðu úr starfsumhverfinu í leit nýrra tækifæra
  • Titill er á ensku “The knowledge expanded in to the unknown.” The entrepreneurs in the software company OZ used the knowledge, experience and passion from their work environment to seek new opportunities
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Miklar breytingar áttu sér stað í upplýsingatækniumhverfinu þegar netið kom fram á sjónarsviðið í lok níunda áratugarins á síðustu öld. Hugbúnaðarfyrirtækið OZ varð til um svipað leyti með frumkvöðla (e. entrepreneur) í fararbroddi sem nýttu sér tækifærið sem kom með netinu til nýsköpunar (e. innovation), uppfullir af sjálfstrausti og hugrekki. Þeir sköpuðu hugbúnaðarlausnir sem vöktu athygli bæði á Íslandi og erlendis. OZ hætti í byrjun þessarar aldar, en enn er talað um sögu þess og þau áhrif sem það hafði á hugbúnaðarheiminn á Íslandi. Rannsóknin er eigindleg þar sem tekin voru viðtöl við fyrrum starfsmenn OZ, sem komið hafa með einum eða öðrum hætti að sprota¬fyrirtækjum (e. start-up) sem rekja má til OZ. Leitast er við að svara á hverju starfs¬umhverfið byggðist og hvernig þekking og reynsla starfsfólksins hefur viðhaldist?
    Niðurstöðurnar gefa til kynna að starfsumhverfið í OZ hafi verið þjálfunarbúðir fyrir frumkvöðla. Það einkenndist af mikilli sköpun, óbilandi hugrekki og trú á því að hægt væri að framkvæma hið ómögulega og var frumkvöðlunum hvatning til nýsköpunar og þróunar á hugbúnaðarlausnum eftir endalok OZ. Þær benda til þess að þekking og reynsla frumkvöðlanna hafi viðhaldist vegna þess að þeir lærðu hvernig nýta mætti tækifærin sem þeir komu auga á í umhverfinu og fengu ástríðu og þor til þess að fara með þekkinguna og reynsluna áfram. Niðurstöður varpa einnig ljósi á mikilvægi teymis¬vinnu í frumkvöðlafyrirtæki þar sem lykilatriði getur verið samvinna ólíkra einstaklinga eins og í tilviki OZ, samvinna listamannsins og vísindamannsins.

  • Útdráttur er á ensku

    Towards the end of the eighties, the emergence of the Internet resulted in huge advances in information technology. Led by entrepreneurs, the software company OZ was established. Confident and courageous they made use of the opportunities that came with the Internet. They created innovative software solutions that were noticed both in Iceland and abroad. OZ ceased operation in the beginning of the century, but its legacy in the Icelandic software industry is still very much alive. The current research was qualitative. Interviews were conducted with eight former OZ employees who have been involved, in one way or another, in other start-up companies that can be related to OZ. The aim of the research was to analyze the work environment in OZ and answer the question how the company’s employees were able to build on their former knowledge and experience.
    The results indicate that the work environment in OZ was like a training camp for entrepreneurs. It was characterized by creativity, courage and the belief that everything is possible. It motivated the entrepreneurs to continue on the path of innovation and development after OZ discontinued operation. The results indicate that knowledge and experience were maintained because employers learned how to take advantage of the opportunities they found in the environment. They maintained their passion and courage to take their knowledge and experience further. The results also highlight the importance of group work in an innovation company where the key ingredient is the cooperation of different individuals, as in this case with OZ, teamwork between an artist and a scientist.

Samþykkt: 
  • 3.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20656


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf617.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna