is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20658

Titill: 
  • Heimanám
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið ritgerðarinnar var að kanna viðhorf nemenda í tveimur árgöngum sjö grunnskóla hér á landi, auk foreldra þeirra, til heimanáms og notuð til þess megindleg aðferð. Spurningalistar á rafrænu formi voru lagðir fyrir foreldra/forráðamenn og nemendur fimmtu og níundu bekkja í þátttökuskólunum. Erlendar rannsóknir voru nýttar til að varpa ljósi á heimanám. Orðræðan hefur oft verið einsleit og þá gjarnan með heimanámi eða á móti. Skoðað var sérstaklega hvernig heimanám kemur við nemendur með sérþarfir og fjölskyldur þeirra.
    Rannsókn á heimanámi frá árinu 2003 var borin saman við þessa rannsókn. Sömu skólar og árgangar voru í þeirri rannsókn og þessari sem þessi ritgerð byggir á.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að foreldrar reyndust hlynntari heimanámi en nemendur og átti það bæði við um fimmta og níunda bekk. Nemendur í yngri árganginum voru hlynntir heimanámi en ekki hinir eldri. Nemendur í níunda bekk notuðu meiri tíma í heimanám en þeim og foreldrum þeirra þykir æskilegur. Þessi rannsókn sýndi einnig að tíminn, sem nemendur fimmta bekkjar áætla að fari í heimanám, sé helmingi styttri en jafnaldrar þeirra áætluðu í rannsókninni frá árinu 2003 eða 24 mínútur á móti 50 mínútum í eldri rannsókn. Hjá nemendum níunda bekkjar hafði tíminn styst úr 62 mínútum í 45. Flestir nemendur, óháð árgöngum, unnu heimanámið eftir kvöldmat og nefndu flestir gleymsku sem skýringu á því að heimanámi var ekki lokið á tilsettum tíma. Óunnið heimanám veldur nemendum vanlíðan að mati nemenda og foreldra. Foreldrar telja að ávinningur heimanáms sé meiri fyrir nemendur í eldri árganginum en nemendur fimmta bekks töldu sinn ávinning meiri. Nemendur beggja árganga töldu sig bera ábyrgð á heimanámi sínu en foreldrar voru á öðru máli. Mæður aðstoðuðu nemendur í flestum tilvikum við heimanámið. Nemendur (43%) og foreldrar (53%) töldu að heimanám geti mismunað nemendum. Mikill meirihluti foreldra, eða 80%, er á þeirri skoðun að heimanámið valdi miklu álagi á heimilislífið en svör nemenda gáfu aðra niðurstöðu. Fleiri nemendur í fimmta bekk fengu sérkennslu en í níunda bekk og svarhlutfall, þegar spurt var um æskilegan tíma fyrir sérnám eða þörf fyrir sérkennslu, var hærra á meðal þeirra yngri.

Samþykkt: 
  • 4.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20658


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Garðar Vignisson M.Ed.20159.feb (1).pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna