is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20660

Titill: 
  • „Það er líka bara fínt að æfa sig heima" : viðhorf nemenda, kennara og foreldra til heimanáms á yngsta stigi.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf nemenda, kennara og foreldra til heimanáms á yngsta stigi grunnskóla. Tilgangur verkefnisins var meðal annars að safna rökum með og á móti heimanámi með ýmsum leiðum, meðal annars með því að skoða niðurstöður fyrri rannsókna og leita sjónarmiða í fræðilegum greinum og leita álits þátttakenda í rannsókninni. Rannsóknin er bæði eigindleg og megindleg og var gerð í einum skóla á landsbyggðinni. Gögnum var safnað í maí og júní 2014 með þeim hætti að tekin voru sjö rýnihópaviðtöl við nemendur á yngsta stigi og tóku alls 24 nemendur þátt í viðtölunum. Þá voru fimm viðtöl tekin við kennara á yngsta stigi og 48 foreldrar svöruðu spurningakönnun á netinu.
    Leitast var við að svara þeirri spurningu hvaða þýðingu heimanám hefur í skólagöngu ungra grunnskólanemenda. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að flestir nemendur voru ánægðir með heimanámið og fannst þeim ganga vel með það, en viðhorf þeirra voru þó mjög ólík. Sem dæmi má nefna að sumum nemendum þótti skemmtilegast að vinna sögugerð og stærðfræði en aðrir nemendur voru óánægðir með þessi viðfangsefni. Viðhorf kennaranna til heimanáms var það að allir töldu þeir heimalestur afar mikilvægan. Viðhorf þeirra varðandi annað heimanám var misjafnt, tveir lögðu áherslu á að stilla því í hóf og einn kennarinn velti fyrir sér hvort að heimanám, annað en heimalestur, skilaði einhverjum árangri. Þá nefndu nokkrir kennaranna að heimanám væri mikilvægt fyrir foreldra til að fylgjast með hvað börn þeirra væru að gera í skólanum og einnig til upprifjunar námsefnis. Viðhorf foreldra var bæði jákvætt og neikvætt. 42% foreldra töldu heimanám nauðsynlegt og 44% töldu aðeins heimalestur nauðsynlegan. 44% töldu að heimanám bætti námsárangur, 29% sem töldu það bæta nám að einhverju leyti og 19% töldu svo ekki vera. 64% töldu heimanámið ganga vel og það skapaði jákvæða stund á heimilinu en 36% töldu heimanámið ganga illa og það skapaði togstreitu og spennu á heimilinu. 48% foreldra töldu viðhorf barnsins misjafnt gagnvart heimanámi. Margir foreldrar lýstu áhuga á að fá leiðbeiningar frá kennara um hvernig best væri að aðstoða börnin við heimanámið og eins höfðu þeir áhuga á að nemendur hefðu meira val um heimanámsverkefni.
    Skólastarf þarf alltaf að vera í stöðugri endurskoðun og þar með talið heimanámið. Þess er vænst að þessi rannsókn nýtist til að vekja umræðu um heimanám, þýðingu þess og gildi. Þau ólíku viðhorf til heimanáms sem fram koma gætu bent til þess að einstaklingsmiðun heimanáms sé álitlegur kostur.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study is to explore the attitudes of students, teachers and parents towards homework at elementary-school level. One of the purposes of the project was to gather arguments for and against homework. This was done in various ways, such as reviewing the results of previous studies, taking into account the viewpoints expounded in various academic fields and seeking the views of those participating in the study. The study is both qualitative and quantitative and was conducted in a school in rural Iceland. Data were collected in May and June 2014 from seven focus groups of elementary-school students, with a total of 24 students taking part. Five teachers were also interviewed and 48 parents answered an online questionnaire.
    This study attempts to answer the question: How relevant is homework to the education of elementary-school students? The results show that while most students are happy with the homework they receive and cope with it well, their attitudes do vary greatly. For instance, some students find creative-writing and math homework the most fun, while others are unhappy with such assignments. As regards homework, all teachers consider home reading to be very important. Their attitudes towards other types of homework, however, vary. Two of them stressed the need to set homework in moderation, while another had some doubts as to whether homework, other than home reading, yielded any results at all. Some teachers feel that homework is an important way of enabling parents to monitor what their children are doing in school and also of reviewing the curriculum. Parents responded both positively and negatively. 42% feel that homework is necessary, while 44% consider that only home reading is needed. 44% feel that homework does indeed aid academic achievement, 29% consider that it aids academic achievement to some extent, while 19% feel it does not aid academic achievement at all. 64% believe that their children cope well with their homework and that it creates a positive environment at home, while 36% feel that their children do not cope well with their homework and that it creates conflict and tension at home. 48% of parents consider that their children's attitude towards homework varies. Many parents expressed interest in receiving guidance from teachers on how best to help their children with their homework and in allowing students greater choice in their homework assignments.
    School work, including homework, must be constantly reviewed. This study is expected to be of use in generating discussion on homework and the significance and value thereof. The various attitudes towards homework presented here may suggest that a personalized approach to setting homework could be an attractive option.

Samþykkt: 
  • 4.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20660


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MeistaraverkefniHjordis.pdf5.72 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna