is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20664

Titill: 
  • Samræður í stærðfræðinámi : starfendarannsókn um stærðfræðinám og -kennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ágrip
    Markmið þessarar starfendarannsóknar var að auka þekkingu mína og skilning á fyrirlögn samvinnuverkefna og hvernig stuðla mætti að faglegum umræðum nemenda í stærðfræðinámi. Gerð var starfendarannsókn sem byggðist á þróunarvinnu minni við kennslu unglinga sem glímdu við samvinnuverkefni með. Tilgangur rannsóknarinnar var að þróa vald mitt á kennsluháttum sem stuðla að því að nemendur læri að rannsaka, rökstyðja og ræða saman við lausn stærðfræðiverkefna. Leitað var svara við því hvaða þættir hafa áhrif á hvernig samræður nemenda um stærðfræðiverkefni þróast og hvernig kennari getur stutt við samræður þeirra.
    Rannsóknin var unnin árið 2014. Forrannsókn var gerð á vorönn og þá var aflað gagna með skráningu í dagbók. Rannsóknin sjálf var gerð um haustið og gögnum safnað með skráningu í dagbók og hljóðupptökum af samræðum nemenda um lausn stærðfræðiverkefna. Jafnframt var lagður spurningalisti fyrir 29 nemendur í 10. bekk.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að verkefni sem gefa nemendum tækifæri til að glíma við að rannsaka, greina, túlka og setja fram tilgátur ýta undir að þeir ræði saman og rökstyðji lausnaleiðir sínar. Einnig hafði mikil áhrif á vinnu nemenda hvernig verkefnin voru kynnt í upphafi og hvernig tókst að kveikja áhuga þeirra á verkefninu. Þá kom í ljós að nemendum fannst mikilvægt að ljúka kennslustund á því að ræða saman um lausn verkefnisins. Vinna að rannsókninni staðfesti fyrir mér hversu mikilvægt er að undirbúa kennslustundir vel. Skipulag á upphafi og lokum kennslustundar hafði afgerandi áhrif á vinnu nemenda og hvernig gekk að ýta undir faglegar samræður þeirra þegar þeir leystu verkefnin.
    Það er von mín að vinnan að þessu verkefni styrki mig í að halda áfram að þróa starf mitt og geti verið öðrum kennurum hvatning til að auka fjölbreytni í kennsluháttum sínum.

Samþykkt: 
  • 5.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20664


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðný Sigurjónsdóttir.pdf1.52 MBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna