is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20665

Titill: 
  • Hugmyndir nemenda um sjálfa sig í stærðfræðinámi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa meistaraprófsverkefnis var að skoða hvaða hugmyndir nemendur hafa um sjálfa sig í stærðfræðinámi. Hugmyndir sem nemendur gáfu af sjálfum sér sem stærðfræðinemendur voru síðan tengdar við sjálfsmynd (e. identity) í stærðfræðinámi. Sjálfsmynd hefur töluvert verið rannsökuð í félagslegu umhverfi og á síðustu árum hefur það aukist í stærðfræðinámi. Skilgreiningar á sjálfsmynd í stærðfræðinámi eru margvís-legar og er í þessari rannsókn stuðst við hugmyndir Aguirre, Mayfield-Ingram og Martin (2013), Stentoft og Valero (2009) og Sfard og Prusak (2005).
    Skoðaðar voru nokkrar rannsóknir um sjálfsmynd í stærðfræðinámi og hvernig þær voru framkvæmdar. Út frá því fór rannsakandi að skoða hvernig hægt væri að þróa einfalt rannsóknartæki sem væri auðvelt í notkun og gæti gagnast kennurum í starfi. Rannsóknartækið þurfti að höfða til nemenda og var því farin sú leið að nota andlit (e. smiley faces) sem nemendur nota í daglegu lífi á samfélags¬miðlum. Andlitið átti að tákna þá og hugmyndir þeirra um sjálfa sig sem stærðfræðinemendur og áttu þeir að skrifa um það á rannsóknarblaðið. Rannsóknin var eigindleg vettvangsathugun sem framkvæmd var í september og október árið 2014 á alls 22 nemendum í 8. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Rannsóknin var lögð fyrir tvisvar með fimm vikna millibili. Við úrvinnslu gagna var beitt þemagreiningu og sjónum beint að því hvaða hugmyndir nemendur höfðu um sjálfa sig og stærðfræðinám. Sjö þemu voru greind í textum þeirra: skemmtilegt eða leiðinlegt, hvað er stærðfræði, trú á eigin getu, stærðfræði er... formföst eða skapandi, tilgangur, tilfinningar nemenda og breytileg eða stöðug sjálfsmynd í stærðfræðinámi.
    Megin niðurstöður sýndu að svör nemenda mátti tengja við tvö eða fleiri þemu. Flestir nemendur skrifuðu að eitthvað væri skemmtilegt eða leiðinlegt í stærðfræði og helmingur þátttakenda valdi annað andlit í seinna skiptið. Rannsóknarformið var auðvelt og þægilegt í notkun og getur gefið ágætar upplýsingar um sjálfsmynd nemenda.

Samþykkt: 
  • 5.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20665


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hugmyndir.nemenda.um.sjálfa.sig.í.stærðfræðinámi_HeiðaLindHeimisdóttir.pdf930.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna