is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20696

Titill: 
  • Áhrif upplýsingatækni á veruheim barna : fyrirbærafræðileg rannsókn með 5 til 9 ára börnum
  • Titill er á ensku The impact of information technology on children’s perception of reality : phenomenological research with 5 to 9 year old children
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er skoðað hvernig upplýsingatæknin hefur áhrif á veruheim barna á aldrinum 5 til 9 ára. Horft er til kenninga fyrirbærafræðinnar og félagsmenningarlegra hugmynda Bourdieus við skilgreiningu á veruheimi og við almenna nálgun.
    Tekin voru rúmlega 40 hálf opin viðtöl við börn á aldrinum 5 til 9 ára á leikskóla og frístundaheimili en valið á börnum var með hentugleikaúrtaki. Við börnin á leikskóla voru tekin viðtöl við tvö börn í einu, en hjá eldri börnunum voru viðtölin við eitt barn í einu, öll viðtöl voru hljóðritið og rituð upp. Lagt var upp úr því að börnunum liði vel á meðan viðtölunum stæði.
    Einnig var send út könnun á foreldra barna á aldrinum 3ja til 15 ára til að sjá hvernig almennur aðgangur barna að upplýsingatækninni væri. Könnuninni var dreift með póstlista frá Háskóla Íslands til allra nemenda skólans, á spjallsíðunni Bland.is og á Facebook. Svör bárust fyrir 575 börn á þeim tíma sem könnun var opin í einn mánuð, frá miðjum janúar til miðs febrúar 2014.
    Aðgangur þeirra barna sem könnunin náði til að upplýsingatækninni virðist mjög mikill, tölvur, ekki síst fartölvur, virtust inni á flestum heimilum og spjaldtölvur og snjallsímar algengur búnaður. Langflest börnin sem könnunin náði til höfðu aðengi að stafrænum tækjum þar sem þau voru til staðar á heimilinu.
    Af viðtölum við börn í leikskóla og á frístundaheimili mátti sjá að viðhorf barna og skilningur þeirra á upplýsingatækninni var mjög misjafn og breytilegur eftir aldri. Í hugum margra var upplýsingatæknin þó ekkert nýtt, heldur hversdagslegur hlutur. Hugmyndir þeirra um upplýsingatæknina gátu verið ólíkar þeim hugmyndum sem eru ráðandi í heimi fullorðinna, til að mynda þegar rætt var um leiki í snjallsímum eða skilning á hugtakinu tölva, börnin tengdu það mörg fartölvu fremur en borðtölvu.
    Jafningjar virtust hafa mikil áhrif á börnin, en þau sóttu fremur í systkini eða ættingja á svipuðum aldri en foreldra eftir leiðsögn og fyrirmyndum.
    Ef marka mátti viðtölin virtist takmörkuð kennsla á upplýsingatækni fyrstu árin í þeim grunnskóla sem börnin sóttu, og áhugi þeirra á þeirri kennslu mjög lítill á meðan áhugi virtist meiri heima fyrir, enda aðgangur þeirra að tækninni mestur þar.

  • Útdráttur er á ensku

    This essay explores how information technology is affecting the realities of children between the age of 5 and 9. The theoretical base is built on phenomenology and the sociocultural ideas of Bourdieu in defining the reality (í. veruheim) and in general approach.
    By means of haphazard sampling, roughly 40 half open interviews were conducted with children between 5 and 9 years old, both in a kindergarten and an after-school center. The children on the kindergarten were inter- viewed in pairs, while older children were interviewed individually; every interview was recorded and transcribed. Wellbeing of the children was of a high priority.
    There was also a survey sent out among parents of children between 3 and 15 to better understand access to information technology. The survey was distributed through a post-list from the University of Iceland for all students, through the forum Bland.is and Facebook. 575 survey results con- ducted between mid-January and mid-February 2014 were returned.
    Children’s access to information technology is great in today’s society where most homes have computers and tablets and smart phones are get- ting more common. When it comes to information technology, most chil- dren had access to devices, if they were a part of the household.
    From the interviews with children in kindergarten and after-school cen- ters and it could be deducted that children’s position and understanding regarding information technology was uneven and variable with age. Infor- mation technology was nothing new in many children’s minds, only an everyday phenomenon. Their ideas about information technology could be different from the ruling ideas, for example whether games for smartphone were computer games, or the definition of laptops as the more common form of computers. The effects of peers were also great among the children who sought out assistance from siblings or relatives close in age rather than parents. Education in information technology was limited according to the children during their first years of school, and their interest was also limited while it seemed to be more at home where access to the technology was greater.

Samþykkt: 
  • 23.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20696


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nói Kristinsson.pdf1.74 MBOpinnPDFSkoða/Opna