is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20698

Titill: 
  • Textílkennsla fyrir alla : grunnaðferðir lærðar með hjálp tækninnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið samanstendur af greinargerð og kennslumyndböndum. Kennslumyndböndin sýna grunnaðferðir í fimm flokkum textílmenntar og er að finna á slóðinni www.handavinna.550.is. Markmið höfundar með heimasíðunni er að auðvelda nemendum og öðrum að læra grunnaðferðir í textílmennt með sýnikennslu, speglaðri kennslu og sjálfsnámi. Markmiðið er að námsefnið sé einstaklingsmiðað þar sem að hver og einn ætti að geta fundið sér efni við hæfi á síðunni. Heimasíðan getur nýst mörgum, starfandi kennurum, sem heimanám fyrir börn og unglinga með aðstoð foreldra sem og öðrum sem vilja læra grunnaðferðir í textílmennt.
    Aðalnámskrá grunnskóla er byggð upp á sex grunnþáttum menntunar. Heimasíðan byggir á nokkrum þessara grunnþátta, en leggur áherslu á að allir hafi jafnt aðgengi og jafna möguleika á því að læra grunnaðferðir textílmenntar. Á heimasíðunni er það gert mögulegt að sem flestir geti lært grunnaðferðirnar á sínum hraða þar sem myndböndin eru stutt og hnitmiðuð. Þeir sem eiga erfitt með einbeitingu hafa möguleika, á einfaldan hátt að endurtaka leiðbeiningarnar. Á síðunni er einnig að finna kennslumyndbönd fyrir örvhenta í hekli og prjóni, en kennsluefni fyrir slíka nemendur er vandfundið. Reynst hefur erfitt fyrir örvhenta að fá kennslu í hekli og prjóni í skólum.

Samþykkt: 
  • 23.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20698


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Textílkennsla fyrir alla.pdf534.52 kBOpinnPDFSkoða/Opna