is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20701

Titill: 
  • Gagnrýni og von : kenningar og hugmyndir Nieto og Cummins um fjölmenningarlega menntun og gildi þeirra fyrir íslenskt skólastarf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um kenningar og hugmyndir Soniu Nieto og Jims Cummins um fjölmenningarlega menntun. Skrif þeirra snerta marga anga fjölmenningarlegs skólastarfs, allt frá virku tvítyngi til hápólitískra álitamála svo sem stöðu menntunar og skólans sem stofnunar í samfélaginu, kynþáttafordóma, réttlæti og jöfnuð. Bæði nálgast þau fjölmenningarlega menntun sem heildstæða menntun. Þau telja að skólastarf í heild sinni eigi að skoða í samhengi við breytt samfélagsmynstur, fjölmenningu og margbreytileika. Inn í umfjöllunina er fléttað dæmum úr íslensku samfélagi og skólastarfi sem ýmist kallast á við hugmyndir þeirra eða eru í mótsögn við þær. Í ljósi áherslna beggja á gagnrýna fjölmenningarhyggju er varpað ljósi á tölfræði um stöðu barna og ungmenna af erlendum uppruna og viðhorf landans til fjölmenningarsamfélagsins sem hefur orðið til á Íslandi á tiltölulega skömmum tíma. Umfjöllun um hugmyndafræði Menningarmóts Borgarbókasafns er hluti af ritgerðinni sem og viðtal við verkefnastjóra þess sem varpar ljósi á tengsl Menningarmótsins við kenningar Nieto og Cummins. Grunnþættir menntunar um lýðræði, mannréttindi og jafnrétti eru bornir saman við kenningarnar og sú eftirgrennslan leiðir í ljós góðan samhljóm. Niðurstöður mínar eru að hugmyndir og kenningar Nieto og Cummins hafi heilmikið gildi fyrir íslenskt skólastarf. Það er áhugavert og aðkallandi verkefni að nýta kraftmiklar kenningar þeirra til að koma betur til móts við börn og ungmenni af erlendum uppruna sem eiga rétt á gæðamenntun á öllum skólastigum. Í dag er raunin sú að staða þeirra er lakari á mörgum sviðum, bæði námslega og félagslega. Það eru því mikil sóknarfæri í því að innleiða nýjar aðferðir og starfshætti og endurskoða viðhorf og væntingar sem gera öllum börnum og ungmennum kleift að blómstra í skólastarfi.

Samþykkt: 
  • 23.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20701


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gagnrýni_og_von_B.Ed.pdf908.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna