is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20716

Titill: 
  • Er veiðigjaldið hagkvæmt eða er verið að knésetja eina af helstu atvinnugreinum landsins? Áhrif aukinnar skattlagningar á íslensk sjávarútvegsfyrirtæki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjávarútvegurinn er ein öflugasta atvinnugrein íslensks þjóðfélags og í þessari ritgerð verður fjallað um sögu og þróun fiskveiðistjórnunar á Íslandi. Litið verður til vanda fiskveiðistjórnunar í sjávarútvegi, fjallað verður um þau hagrænu vandamál sem fylgja frjálsum fiskveiðum og það hvernig aflamarkskerfi urðu til. En jafnframt viðleitni til að leysa umræddan vanda. En takmörkun á aðgengi að auðlindinni hefur gert það að verkum að það verður til umframarður í greininni sem kallast auðlindarenta. Gjaldtakan sem tengist henni er umdeild og í þessari ritgerð verða álitamál tengd þeim deilum rakin. Í kjölfar þess verður fjallað um viðleitni stjórnvalda til þess að ná sátt um stjórnun veiðanna og framtíð umhverfisins í sjávarútvegi.
    Til þess að kanna áhrif veiðigjaldanna var framkvæmd eigindleg rannsókn með djúpviðtölum. Sett var fram rannsóknaspurningin: „Er veiðigjaldið hagkvæmt eða er verið að knésetja eina af helstu atvinnugreinum landsins?” Notast var við fyrirfram ákveðinn umræðuramma til þess að stýra viðtölunum sem saminn var með tilliti til hins fræðilega hluta þessarar ritgerðar. Viðmælendur rannsóknarinnar voru fimm í heildina og starfa þeir allir í sjávarútvegi. Þar sem að úrtakið var lítið er ekki unnt að alhæfa út frá niðurstöðum viðtalanna. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að veiðigjöldin séu alltof há og þar sem skattlagningin er miðuð við afkomu sjávarútvegsins í heild leggist hún afar þungt á einstök fyrirtæki.

Samþykkt: 
  • 26.3.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20716


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hagræn áhrif veiðigjalda (Trúnaðarmál) .pdf1.64 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna