is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20739

Titill: 
  • Erfðaréttur langlífari sambúðarmaka. Er þörf á breytingum til bættrar réttarstöðu?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Óvígð sambúð er víðast hvar á Vesturlöndum viðurkennt fjölskylduform og reikna má með að langflestir séu í óvígðri sambúð einhvern tíma á lífsleiðinni. Undanfarin ár hefur það færst í vöxt að leggja óvígða sambúð að jöfnu við hjúskap á ákveðnum sviðum, einkum ef aðilar eiga barn saman. Enda eiga allajafna sömu grunnsjónarmið við um fjölskylduna, hvort sem um er að ræða hjón eða sambúðarfólk. Þrátt fyrir það er enn grundvallarmunur á réttarstöðu þessara tveggja fjölskylduforma og ekki síst þegar andlát ber að. Samkvæmt erfðalögum nr. 8/1962 takmarkast erfðaréttur maka við einstaklinga í hjúskap og stofnast því hvorki lögerfðaréttur né réttur til setu í óskiptu búi milli sambúðarfólks við andlát. Arfleifandi getur þó að einhverju marki ráðstafað arfi til sambúðarmaka með tilteknum löggerningum rétt eins og til annarra en þó ekki þannig að staða hjúskapar- og sambúðarmaka verði jöfn.
    Í ritgerðinni er gerð grein fyrir stöðu langlífari sambúðarmaka við andlát þess skammlífari á sviði erfðaréttar. Litið er til þess hvort það kunni að vera ástæða til að breyta erfðalögum þannig að hlutur langlífari sambúðarmaka verði hinn sami eða sambærilegur og þess maka í hjúskap er lifir lengur. Sérstaklega er horft til þess hvaða skilyrði væru ákjósanleg sem sambúðarmakar þyrftu að uppfylla til að njóta erfðaréttar og hvort rök stæðu til að hafa reglurnar frávíkjanlegar.

Samþykkt: 
  • 8.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20739


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð - erfðaréttur langlífari sambúðarmaka.pdf487.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna