is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20748

Titill: 
  • Vinnuveitandaábyrgð. Skilyrðið um eðlileg tengsl við starf með hliðsjón af dómaframkvæmd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar tjóni er valdið við framkvæmd tiltekinnar starfsemi vaknar sú spurning hver beri á því skaðabótaábyrgð, starfsmaðurinn, sem tjóninu olli, eða vinnuveitandi hans. Í íslenskum rétti hefur verið gengið út frá því að í gildi sé almenn regla um ábyrgð vinnuveitanda á þeim skaðaverkum sem starfsmenn hans valda með saknæmum og ólögmætum hætti. Verður vinnuveitandi því ábyrgur á hlutlægum grundvelli, þ.e. án þess að hafa beinlínis unnið sér nokkuð til sakar.
    Eitt af meginskilyrðum þess að reglunni um vinnuveitandaábyrgð verði beitt og bótaskylda þar með felld á vinnuveitanda er að háttsemi tjónvalds, þ.e. starfsmanns, sé viðhöfð við framkvæmd þess starfs sem honum er falið. Í því felst meðal annars að háttsemin má ekki vera talin of fjarlæg því starfi. Í þessu skilyrði felst veigamikil takmörkun á gildissviði reglunnar. Af réttarframkvæmd má ráða að mörkin á milli þess sem telst vera í eðlilegum tengslum við framkvæmd starfs og þess sem ekki telst vera í slíkum tengslum við starfið eru hreint ekki skýr.
    Markmið þessarar ritgerðar er að afmarka nánar þau tengsl sem þurfa að vera til staðar á milli háttsemi tjónvalds, þ.e. starfsmanns, og þess starfs sem honum var falið að sinna af vinnuveitanda sínum og varpa ljósi á þau sjónarmið sem litið er til við mat á þeim tengslum. Verður við þessa afmörkun litið til nýlegra dóma Hæstaréttar og hvernig þeir ríma við skoðanir og ályktanir fræðimanna í þessum efnum. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður í stuttu máli gerð grein fyrir réttargrundvelli reglunnar um vinnuveitandaábyrgð og almennum skilyrðum þess að henni verði beitt vegna skaðaverka sem starfsmenn valda. Í þriðja kafla verður litið nánar til skilyrðisins um eðlileg tengsl skaðaverks við það starf sem starfsmanni var falið að sinna og samspil þess við það grunnskilyrði að skaðaverki hafi verið valdið á vinnutíma. Í fjórða kafla verða reifuð þau sjónarmið sem litið hefur verið til við mat á eðlilegum tengslum og hvernig þau birtast í dómaframkvæmd. Loks verður í fimmta kafla farið yfir niðurstöður þeirrar athugunar sem fram fór við gerð ritgerðarinnar og dregnar af þeim ályktanir.

Samþykkt: 
  • 9.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20748


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf420.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna