is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20752

Titill: 
  • Vextir á kröfur. Gildi fullnaðarkvittana við endurútreikning ólögmætra gengislána
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar bankahrunsins á haustmánuðunum ársins 2008 vöknuðu mörg lagaleg álitaefni varðandi lánastarfssemi fjármálafyrirtækja og lögmæti lánanna sem stóðu almenningi til boða. Það sem hefur gert þessi mál erfið er að ekkert þeirra er eins, lántakendur voru misjafnlega staddir fjárhagslega, sumir gátu greitt lánin upp öðrum tókst að semja um lægri afborganir og enn aðrir hættu að borga af lánunum. Sum lánanna voru veitt til húsnæðiskaupa og önnur til bílakaupa, sum voru til skamms tíma og önnur til langs tíma. Mörgum álitaefnanna sem upp komu hefur verið svarað með dómum Hæstaréttar en mörgum spurningum er ennþá ósvarað. Í þessari ritgerð verður fjallað um þau álitaefni sem vöknuðu um gildi fullnaðarkvittana við endurútreikning fjármálafyrirtækja á lánum sem voru veitt í íslenskum krónum og voru með ólögmætum hætti bundin við gengi erlendra gjaldmiðla. Fyrst verða tekin til skoðunar hugtök og lagareglur sem nauðsynlegt er að kunna skil á til þess að átta sig á umfjöllunarefni dómanna. Ætlunin er að rýna í dóma og skoða rökstuðning hæstaréttar í þeim málum þar sem annars vegar hefur verið fallist á viðbótarkröfu vegna vangreiddra vaxta og hins vegar þar sem henni hefur verið hafnað.
    Í öðrum kafla verður farið yfir 13. og 14. gr. laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 og greinargerðina sem fylgdi lögunum en það er óhætt að segja að greinargerðin og athugasemdir við einstaka lagagreinar hafi haft meiri áhrif en nokkurn óraði fyrir þegar lögin voru skrifuð. Þriðji kafli ritgerðarinnar er líka eins konar kynningarkafli en í honum verður fjallað með tiltölulega almennum hætti um lok kröfuréttinda og nokkrar mikilvægar meginreglur kröfuréttar sem nauðsynlegt er að kunna skil á í tengslum við umfjöllunarefni ritgerðarinnar og tengjast álitaefninu með beinum eða óbeinum hætti. Þetta eru meginreglurnar um rétt kröfuhafa til viðbótargreiðslu þegar hann hefur fengið minna greitt en hann á rétt til samkvæmt samningi og meginreglan um rétt skuldara til endurgreiðslu þegar hann hefur ofgreitt skuld. Í fjórða kafla, sem er jafnframt umfangsmesti kafli ritgerðarinnar, verður fjallað um þá meginreglu kröfuréttar að kröfuhafi sem hefur fengið minna greitt en hann á rétt til í lögskiptum aðila eigi rétt til viðbótargreiðslu úr hendi skuldara og undantekninguna um að fullnaðarkvittun geti að ákveðnum skilyrðum uppfylltum orðið til þess að kröfuhafi glati þessum rétti sínum. Meginreglan og undanteknigar frá henni verður skoðuð í ljósi Hæstaréttardóma sem féllu í kjölfar efnahagshrunsins og í framhaldinu verða dregnar ályktanir af dómaframkvæmd.

Samþykkt: 
  • 13.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20752


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jenný Harðardóttir - BA ritgerð.pdf390.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna