is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20754

Titill: 
  • Ætti að heimila langlífari sambúðarmaka að sitja í óskiptu búi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Afstaða einstaklinga til hjónabands hefur breyst gífurlega undanfarna áratugi. Hjónaböndum hefur farið ört fækkandi á meðan sífellt fleiri eru í óvígðri sambúð. Óvígð sambúð er nú orðið viðurkennt sambúðarform sem lagt er að jöfnu við hjúskap á ýmsum réttarsviðum. Lagalega hefur þó að vissu leyti ekki verið brugðist við þessu. Engin heildstæð lög gilda um óvígða sambúð, ólíkt því sem gildir um hjúskap. Þó er ljóst að allflestir eru einhvern tíma á lífsleiðinni í óvígðri sambúð. Því er mjög mikilvægt og brýnt að einstaklingar átti sig á þeim réttarmismun sem er á milli þessara tveggja sambúðarforma. Rannsóknir hafa leitt í ljós að mikill skortur er á þekkingu almennings á þessum efnum.
    Sérstaklega reynir á þennan réttarmismun við sambúðarslit eða við andlát annars aðilans. Í þessari ritgerð verður fjallað um réttarstöðu sambúðarfólks við andlát skammlífari sambúðarmaka. Andlát maka getur verið mikið áfall, bæði tilfinningalega og fjárhagslega. Þá er mikilvægt að eftirlifandi maki njóti réttarverndar. Fjallað verður sérstaklega um rétt langlífari maka til setu í óskiptu búi. Seta í óskiptu búi er heimild fyrir eftirlifandi maka til að sitja í óskiptu búi hans sjálfs og hins látna maka að vissum skilyrðum uppfylltum. Kveðið er á um þennan rétt í II. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Samkvæmt lögunum gildir rétturinn aðeins ef aðilar eru í hjúskap. Byrjað verður á því að skoða hvernig rétturinn er innan hjúskapar og hvaða skilyrði þarf að uppfylla til að fá heimild til að sitja í óskiptu bú. Þá verður reynt að svara þeirri spurningu hvort grundvöllur sé fyrir því að heimila sambúðarmökum þennan rétt að vissum skilyrðum uppfylltum.
    Einnig verður gerður stuttur samanburður við Norðurlöndin. Talsverðar breytingar hafa átt sér stað þar með það að markmiði að styrkja réttarstöðu sambúðarfólks.

Samþykkt: 
  • 13.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20754


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf411.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna