is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20791

Titill: 
  • Skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð. Réttaröryggi við framkvæmd fjárhagsaðstoðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megin markmið þessarar rannsóknar er að varpa ljósi á réttaröryggi umsækjenda fjárhagsaðstoðar. Svokölluðum hefðbundnum rannsóknaraðferðum (e. desk based traditional dissertion) er beitt, þar sem eingöngu verður unnið með heimildir og niðurstöður rannsókna sem þegar eru til reiðu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að löggjafinn hefur í félagsþjónustulögum ekki tekið nægilega skýra afstöðu til þess hvert inntak fjárhagsaðstoðar eigi að vera og hversu sveitarfélögin mega ganga langt við að setja skilyrði fyrir fjárhagsaðstoð og hverjar afleiðingarnar eigi að vera sé þeim skilyrðum er ekki mætt.
    Flest sveitarfélög hafa heimild í reglum sínum um fjárhagsaðstoð til að beita stjórnsýsluviðurlögum ef umsækjandi hafnar atvinnutilboði eða þátttöku í virkniúrræðum. Í félagsþjónustulögum er ekki að finna heimild til beitingu slíkra viðurlaga, en 69. gr. stjórnarskrárinnar gerir ríkar kröfur til skýrleika slíkra lagaheimilda.
    Mikill misbrestur er á að sveitarfélög birti reglur um fjárhagsaðstoð í B-deild Stjórnartíðinda, en sveitarfélögum er óheimilt að taka ákvörðun um synjun eða skerðingu fjárhagsaðstoðar á grundvelli óbirtra reglna, með tilliti til réttmætra væntinga umsækjenda.
    Leiddi rannsóknin í ljós að aðgengi umsækjenda fjárhagsaðstoðar að dómstólum sé of skert í ljósi félagslegra og heilsufarslegra aðstæðna þjóðfélagshópsins og þeirra formkrafna sem gerðar eru til umsækjenda gjafsókna.

Samþykkt: 
  • 14.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20791


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf1.05 MBLokaður til...01.01.2050HeildartextiPDF
20220927_205922G.jpg2.43 MBLokaðurYfirlýsingJPG