is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20814

Titill: 
  • Velferðarstefna Sjálfstæðisflokksins frá stofnun hans 1929 og fram á áttunda áratug síðustu aldar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er velferðarstefna Sjálfstæðisflokksins á skeiði fjórflokksins svokallaða (Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks/Alþýðubandalags) eða fjórflokkakerfisins, þ.e. á tímabilinu frá u.þ.b. 1930 og fram á áttunda áratug síðustu aldar. Fyrir glöggvunar sakir er þó litið yfir heldur lengra tímabil. Leitast er við að greina almenna velferðarhugmyndafræði flokksins og áherslur hans við uppbyggingu íslenska velferðarkerfisins.
    Spurt er fjögurra meginspurninga: 1) Hver er skilningur Sjálfstæðismanna á velferð. 2) Hvað skýrir stefnu Sjálfstæðisflokksins á velferðarsviðinu? 3) Hverjar eru breytingar á stefnu hans í málaflokknum? 4) Hefur Sjálfstæðisflokkurinn sérstöðu meðal skyldra flokka í Norður-Evrópu? Um efnivið mun ég leita fanga í skrifum málsmetandi flokksmanna, flokksályktunum og stefnuskrám, skjölum Alþingis, sáttmálum ríkisstjórna með þátttöku Sjálfstæðisflokksins, svo og skrifum fræðimanna innlendra og erlendra.
    Svo virðist, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt gjörva hönd á uppbyggingu velferðarkerfis, sem mjög svipar til þróunar mála í grannlöndunum, en þar hafa jafnaðarmenn iðulega setið langdvölum við stjórnvölinn. Þannig hefur flokkurinn gengið á skjön við frjálslyndishugmyndafræði sína um félagslega aðstoð við lítilmagnann og lagað sig að samstarfsflokkunum, einkum Alþýðuflokknum og Sósíalistaflokknum (sem síðar varð uppistaða Alþýðubandalagsins). Með þessu móti hefur hann trúlega öðlast það fjöldafylgi, sem raun ber vitni og er grundvöllurinn að ríkisvaldinu.
    Trauðla er unnt að greina breytingar á stefnu flokksins síðustu áratugi, þrátt fyrir heiftarlega gagnrýni nýfrjálshyggjuhóps innan vébanda Sjálfstæðisflokksins á velferðarstefnu hans. Sterk rök hníga í þá átt, að Sjálfstæðisflokkurinn sé í raun stærsti jafnaðarmannaflokkur landsins og sérstakur verndari kristinnar trúar og ríkiskirkju.

Samþykkt: 
  • 21.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20814


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð 20 apríl tilbúin.pdf588.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna