is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20830

Titill: 
  • Titill er á óskilgreindu tungumáli Oversættelse af Naja Marie Aidts: Som englene flyver
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hugmyndin að þessari ritgerð kviknaði eftir að hafa lesið smásöguna Som englene flyver eftir dönsku skáldkonuna og rithöfundinn Naja Marie Aidt. Sagan birtist í smásagnasafninu Vandmærket, sem kom fyrst út árið 1993, en hún er skrifuð í naumhyggjustíl, en það á einnig við um hinar sögurnar sem birtust í smásagnasafninu. Naja Marie Aidt hefur hlotið ýmis bókmenntaverðlaun fyrir skrif sín, svo sem Beatrice prisen, Kritikerprisen og Nordisk Råds Litteraturpris.
    Ritgerð þessi skiptist í þrjá hluta, þ.e. fræðilegan hluta, þýðingu á smásögunni Som englene flyver eftir Naja Marie Aidt og svo að lokum greiningu.
    Í fræðilega hlutanum fjalla ég um þær kröfur sem gerðar eru til þýðandans, bæði af honum sjálfum en einnig af samfélaginu, eins og t.d. að vera trúr frumtextanum og halda aftur af eigin skoðunum. Þá skilgreini ég helstu hugtökin innan þýðingarfræðinnar, ásamt því að
    fara yfir þær aðferðir sem þýðandinn getur notast við í þýðingarferlinu og þau vandamál sem hann getur staðið frammi fyrir, en þar ber helst að nefna orðtök og orðatiltæki, myndmál, falska vini og sérnöfn.
    Annar hluti ritgerðarinnar er þýðing af smásögunni Som englene flyver, en þar legg ég áherslu á að stíll og boðskapur frumtextans komist til skila í hinum nýja texta, svo að hinir íslensku lesendur geti upplifað sömu áhrif textans og þeir dönsku. Við þýðinguna notast ég við þýðingarfræðikenningar sem henta naumhyggjustíl, en ég tók þá ákvörðun að halda mig eins þétt upp að frumtextanum og mögulegt var og þ.a.l. að nota orðrétta þýðingaraðferð eins mikið og hægt var.
    Í þriðja hluta ritgerðarinnar fer ég yfir þýðinguna og þær aðferðir sem ég notaðist við í þýðingarferlinu. Ég geri grein fyrir þeim vandamálum sem upp komu og útskýri hvernig og hvers vegna ég leysti þau eins og ég gerði. Í lokin er stutt samantekt á efni ritgerðarinnar sem og upplifun mín af þýðingarferlinu sjálfu.

Samþykkt: 
  • 28.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafrún Elma Símonardóttir.pdf418.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Kápa fyrir BA-ritgerð.pdf161.78 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna