is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20838

Titill: 
  • Upplýsingagjöf um lyf til sjúklinga
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort sjúklingar sem útskrifast heim af Landspítalanum telji sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um lyfjameðferð sína. Einnig að kanna núverandi verklag og viðhorf hjúkrunarfræðinga, lækna og lyfjafræðinga til upplýsingagjafar um lyf til sjúklinga.
    Aðferðir: Rannsóknin var gerð á Landspítalanum á tímabilinu janúar – apríl 2015. Notaður var spurningalisti eftir fyrirmynd SIMS (Satisfaction with Information about Medicines scale), sem lagður var fyrir sjúklinga sem voru að útskrifast af níu deildum Landspítalans. Sambærilegur spurningalisti var sendur rafrænt til allra hjúkrunar¬fræðinga, lækna og lyfjafræðinga Landspítalans.
    Niðurstöður: Um 75% sjúklinga (n=126) taldi sig hafa fengið fullnægjandi upplýsingar um lyfjameðferð sína eftir dvöl á Landspítalanum. Rúmlega 80% sjúklinga sagðist fá upplýsingar um nafn, ábendingu og notkunarleiðbeiningar lyfs. Rúmlega 40% sjúklinga sagðist fá upplýsingar um hvernig lyfið virkar og hvert leita megi upplýsinga eftir að heim er komið, og um og undir 20% sjúklinga sagðist fá aðrar upplýsingar varðandi verkun, notkun og öryggi lyfjameðferðarinnar. Um 55% sjúklinga kýs að fá bæði munn- og skriflegar upplýsingar um lyfjameðferð sína en um 80% þeirra sagðist eingöngu fá munnlegar upplýsingar. Stærsti hluti starfsmanna (n=217, svarhlutfall=13,13%), telur að læknar eigi að veita sjúklingum upplýsingar um lyf, en viðhorf starfsstétta til þess hver veita eigi sjúklingum upplýsingar um lyf er misjafnt. Stærsti hluti starfsmanna segir tímaleysi hindrun í starfi við að veita sjúklingum upplýsingar um lyf.
    Ályktun: Flestir sjúklingar telja sig fá fullnægjandi upplýsingar um lyfjameðferð sína en þó er þörf fyrir bætt verklag við upplýsingagjöf til sjúklinga er varðar öryggi tengt lyfjanotkun. Stærsti hluti sjúklinga fær eingöngu munnlegar upplýsingar, en kýs að fá einnig skriflegar upplýsingar. Flestir starfsmenn telja að læknar eigi að veita sjúklingum upplýsingar um lyf. Helstu hindranirnar við upplýsingagjöf starfsmanna er skortur á tíma.

  • Objectives: The objective of this study was to investigate whether patients believe they’ve received satisfactory information about their medication at discharge from The National University Hospital of Iceland. The perception and practice of nurses, physicians and pharmacists regarding the provision of information about medicines to patients was also examined.
    Methods: The study was conducted at The National University Hospital of Iceland from January to April 2015. A translated and localized version of the SIMS (Satisfaction with Information about Medicines Scale) questionnaire was submitted to patients at discharge from nine wards at the hospital. Similar questionnaire was also sent electronically to all nurses, physicians and pharmacists.
    Results: About 75% of patients (n=126) said they received sufficient information about their medicines after the hospital stay. Over 80% of patients said they received information about the name, therapeutic indication and how to use the medicines. Over 40% of the patients said they received information about how the medicines works and where to seek information about it after discharge, and about 20% of patients said they received other information about the action, usage and safety regarding medications. About 55% of patients prefer to receive both verbal and written information, but 80% of them said they received only verbal information. Most practitioners (n=217, response rate=13,13%) perceive that physicians should provide information to patients, but the perception varies between healthcare professions. Most of the practitioners claimed that lack of time was the main obstacle to providing information about medicines to patients.
    Conclusion: Most patients receive sufficient information about their medicines but there’s a need for improved procedure for providing information about safety regarding medication. The majority of patients only receive verbal information, but prefer also written. Most practitioners perceive that physicians should provide information about medicines. The main obstacle to providing information is lack of time.

Samþykkt: 
  • 29.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20838


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólafía Kristjánsdóttir.pdf12.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna