is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20839

Titill: 
  • Hagkvæmnisathugun sporbundinna samgangna á höfuðborgarsvæðinu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt með tilheyrandi fjölgun einkabíla og þyngri umferðar um götur borgarinnar. Íbúar höfuðborgarinnar eru í dag, margir hverjir, háðir einkabílnum. Núgildandi skipulagsáætlanir leggja áherslu á þéttingu og blöndun byggðar. Efla á vistvænar samgöngur sem og bæta skiptingu almenningssamgangna, gangandi og hjólandi. Framtíðarmarkmið eru lögð fram án fyrirliggjandi áætlana um hágæða almenningssamgöngukerfi en til að markmiðum skipulagsáætlana er náð þykir nauðsynlegt að efla almenningssamgöngukerfið til muna t.d. með hágæða kerfi eins og léttlest. Til að leggja mat á raunhæfni þess er nauðsynlegt að meta þann ábata sem þjóðfélagið hlýtur þegar einstaklingur velur lest fram yfir aðra samgöngumáta. Markmið þessa verkefnis er að útbúa einfalt kostnaðar-/ábatareiknilíkan fyrir léttlest á höfuðborgarsvæðinu sem metur þá ábataþætti sem auðvelt er að setja beint í peningalegt virði. Aðrir hagrænir þættir sem erfitt er að setja beint í peningalegt virði geta haft gríðarleg áhrif á ábatagreiningu verkefna og verður greint frá mögulegum áhrifum þeirra á ábata þessa verkefnis. Lögð er fram tillaga að lestarleið með tilliti til markmiða skipulagáætlana um þéttingu og þróun byggðar og verður hún notuð sem inntak í reiknilíkan. Gert er ráð fyrir að lest geti hafið rekstur árið 2030 og miðar reiknilíkan við 25 ára greiningartíma eða fram til 2055. Reiknilíkan gefur neikvæða niðurstöðu en með grófu mati á áhrifaþáttum sem erfitt er að verðsetja, verður ábati verkefnis allverulega jákvæðari. Við áframhaldandi greiningu er nauðsynlegt að stefna á félagslega greiningu að fyrirmynd Norðmanna en í þessu verkefni verður einungis stiklað á stóru og aðferðarfræðinni lýst.

Samþykkt: 
  • 29.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hagkvæmnisathugun sporbundinna samgangna á höfuðborgarsvæðinu.pdf6.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna