is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20859

Titill: 
  • Skaðsemisábyrgð
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Framleiðsla og neysla söluvara eru órjúfanlegir þættir mannslegs samfélags og um leið ein af undirstöðum framþróunar á mörgum sviðum samfélagsins. Ein afleiðing þeirrar tæknibyltingar sem orðið hefur undanfarna áratugi er að vörum hefur fjölgað og um leið hafa þær orðið flóknari. Hefur þetta leitt til umræðu um öryggi þessara vara og réttarstöðu neytanda þegar tjón verður vegna skaðlegra eiginleika þeirra. Deilt hefur verið um inntak, gildissvið og grundvöll slíkrar ábyrgðar allt frá því snemma á 19. öld. Það er þó ekki fyrr en á seinni hluta síðustu aldar sem umræða um nauðsyn þess að lögfesta reglur í þessa veru varð æ háværari. Segja má að stærsta skrefið í þessari þróun í Evrópu hafi verið gildistaka tilskipunar nr. 85/374/EBE um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum í aðildarríkjunum vegna skaðsemisábyrgðar á gölluðum vörum. Hér á landi er að finna heildstæða löggjöf um þetta efni, auk þess sem vikið er að öryggi vara í fjölda annarra laga og reglugerða. Skaðsemisábyrgð er því sú undirgrein skaðabótaréttar sem hvað örast hefur þróast á undanförnum áratugum.
    Í ritgerðinni er leitast við að fjalla heildstætt um skaðsemisábyrgð. Dómaframkvæmd hér á landi um efnið er ekki umfangsmikil og því byggist umfjöllunin einkum á greiningu á dómum Hæstaréttar Danmerkur en einnig Hæstaréttar Noregs. Er leitast við að draga ályktanir af dómunum og að hvaða marki þeir hafa haft áhrif á umfang og stöðu skaðsemisábyrgðar hér á landi. Að sama skapa er lítið um fræðilega umfjöllun um þetta efni hér á landi og er því helst stuðst við rit og fræðigreinar erlendra fræðimanna. Þá eru dómar og forúrskurðir Evrópudómstólsins reifaðir eftir því sem efni eru til, enda geta þeir veitt mikilvæga leiðsögn við túlkun einstakra ákvæða í tilskipun nr. 85/374/EBE.
    Í 2. kafla ritgerðarinnar er fjallað almennt um grundvöll og stöðu reglna um skaðsemisábyrgð. Rakinn er uppruni og söguleg þróun þessara reglna, bæði hér á landi sem og í Danmörku og Noregi. Viðfangsefni 3. kafla er þungamiðja ritgerðarinnar en þar er fjallað um gildissvið laga nr. 25/1991 um skaðsemisábyrgð. Sérstök áhersla er lögð á það hvenær vara telst haldin ágalla. Ástæða þess er sú að mat á því hvort vara telst haldin ágalla er að líkindum vandasamasti þátturinn við beitingu laganna. Einnig er rætt um mismunandi tegundir tjóna og skilgreiningu laganna á vöruhugtakinu. Því næst er stuttlega vikið að hámarki bótafjárhæðar og meðábyrgð tjónþola. Í 4. kafla er fjallað um bótaábyrgð dreifingaraðila en vegna nýlegra lagabreytinga hefur orðið breyting á þeim bótagrundvelli. Í 5. kafla er að finna umfjöllun um það hverjir geta borið ábyrgð samkvæmt lögum um skaðsemisábyrgð. Bæði er fjallað um ábyrgð dreifingaraðila og framleiðanda, en einnig um þau atvik sem geta leyst þann síðarnefnda undan ábyrgð. Í 6. kafla er fjallað um tvær tegundir tjóns sem almennt leiða ekki til skaðsemisábyrgðar. Við þá umfjöllun er helst stuðst við dómaframkvæmd í Danmörku og Noregi en ekki hefur reynt á reglurnar hér á landi. Í 7. kafla er að finna umfjöllun um bann við því að víkja frá lögunum með samningi og heimildir framleiðanda til að setja fyrirvara um bótaábyrgð. Í 8. kafla er vikið að fyrningu skaðsemiskrafna en lögin mæla fyrir um sérreglur um fyrningu og hefur reglan þannig víðtækara gildissvið en önnur ákvæði laganna. Loks eru niðurstöður dregnar saman í 9. kafla.

Samþykkt: 
  • 30.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20859


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar Atli Gunnarsson.pdf1.13 MBLokaður til...01.01.2050HeildartextiPDF