is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20860

Titill: 
  • Mælingar á veggþykkt hálsslagæða, æðaþani og mat á æðaskellum: Samanburðarransókn á tveim ómtækjum
Námsstig: 
  • Diplóma bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Inngangur: Mælingar á æðaskellum og veggþykkt (IMT) hálsslagæða eru mikilvægar til að meta áhættu fyrir hjarta- og heilaáföllum. Þegar um vísindarannsóknir er að ræða þá er allur stöðugleiki í mælingum mikilvægur hvort sem verið er að mæla breytingar innan eða á milli einstaklinga. Því er nauðsynlegt að mæla hvort breyting á mælingum hafi átt sér stað t.d. eftir hugbúnaðar uppfærslu eða tækjakaup. Í umræddu verkefni eru niðurstöður úr IMT og stífleikamælingum bornar saman á milli tveggja ómtækja. Mikilvægt er að bera saman mælingar tækjanna og ef marktækur munur finnst þarf að gera viðeigandi ráðstafanir eða leiðréttingar.
    Efni og aðferðir: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 25 talsins og voru þeir allir ómskoðaðir fjórum sinnum, tvisvar á hvoru tækinu. Tækin voru af gerðunum Toshiba og Acuson. Þátttakendurnir voru valdir af handahófi, óháð kyni og aldri. Mæld var veggþykkt í hægri og vinstri aðalhálsslagæðinni, bæði í nær- og fjarvegg. Ef það fannst æðaskella var hún flokkuð í hópa eftir stærð hennar og alvarleika. Eins var athugaður stífleiki æða með hjartalínuriti. Myndgreiningarforritin AMS (e. artery measurement software) og K-pacs voru notuð fyrir mælingarnar. Sami lesarinn sá um allan úrlestur til að koma í veg fyrir breytileika á milli lesara.
    Niðurstöður: Þykktarmælingar slagæðaveggja: Í mælingum innan Toshiba á nærvegg mældist breytileikastuðullinn 4,12%, fylgnin 0,93 og enginn marktækur munur (p=0,07). Í fjarvegg var breytileikastuðullinn 2,66%, fylgnin 0,95 og marktækur munur (p=0,01). Breytileikastuðullinn í mælingum innan Acuson var 4,01% í nærvegg, fylgnin 0,89 og enginn marktækur munur (p=0,43). Fyrir fjarvegg var breytileikastuðullinn 2,68%, fylgnin 0,96 og marktækur munur (p=0,03). Á milli tækjanna (heimsókn 1 og 3) var breytileikastuðullinn fyrir nærvegg 5,44%, fylgnin 0,92 og enginn marktækur munur (p=0,12). Fyrir fjarvegg var breytileikastuðullinn 3,29%, fylgnin 0,93 og enginn marktækur munur (p=0,88).
    M-mode mælingar: Innan Toshiba í mælingum á meðalþani æða mældist breytileikastuðullinn 1,97%, fylgnin 0,91 og enginn marktækur munur (p=0,07). Innan Acuson var breytileikastuðullinn 1,46%, fylgnin 0,93 og marktækur munur (p=0,03). Í mælingum milli tækja (heimsókn 1 og 3) mældist breytileikastuðullinn 1,83%, fylgnin 0,89 og marktækur munur (p=0,02). Einnig var mælt minnsta æðaþan til þess athuga breytileika tækjanna enn frekar. Innan Toshiba í mældist breytileikastuðullinn 2,21%, fylgnin 0,90 og enginn marktækur munur (p=0,08). Innan Acuson var breytileikastuðullinn 1,65%, fylgnin 0,92 og marktækur munur á milli mælinga (p=0,03). Á milli tækjanna (heimsóknir 1 og 3) mældist breytileikastuðullinn 1,85%, fylgnin 0,92 og marktækur munur (p=0,01).
    Eigindlegt mat á æðakölkun: Fylgnin innan Toshiba í hægri BIF (bifurcation/kvíslun CCA) var 1, í hægri ICA (innri hálsæð) 0,87, í vinstri BIF 0,95 og í vinstri ICA 1. Fylgni innan Acuson mældist 0,92 í hægri BIF, 1 í hægri ICA, 0,90 í vinstri BIF og 0,87 í vinstri ICA. Fylgnin á milli tækja mældist 0,92 í hægri BIF, 1 í hægri ICA, 0,86 í vinstri BIF og 0,87 í vinstri ICA.
    Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að ekki fannst mikill breytileiki á milli tækja og fylgni mælinganna var há. Því mætti telja það óhætt að segja að Toshiba tækið geti tekið við af Acuson tækinu í áframhaldandi rannsóknum Hjartaverndar.

Samþykkt: 
  • 30.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20860


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð - Björk.pdf2.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna