is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20861

Titill: 
  • Þýddir draugar og skáldaðir: Þýðing, skáldsaga og sköpunarferli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi er lokaverkefni til meistaraprófs í ritlist við Háskóla Íslands. Verkefnið skiptist í þrjá hluta. Fyrsti hluti, sem metinn er til tíu eininga, er þýðing á þrem köflum úr ungmennaskáldsögunni og fantasíunni the Graveyard Book eftir Neil Gaiman sem kom út árið 2008 bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún hefur ekki komið út á íslensku áður. Þýðingin er unnin sumar og haust 2014. Bókin, sem fær hér nafnið Kirkjugarðsbókin, fjallar um lítinn dreng sem missir fjölskyldu sína á hrottalegan hátt. Í kjölfarið endar hann í höndum drauga og öðlast þar framliðna fósturforeldra ásamt forráðamanni sem býr í kirkjugarðinum en tilheyrir þó hvorki heimi hinna lifandi né hinna dauðu. Hver kafli er sjálfstætt ævintýri úr lífi drengsins og líða um tvö ár á milli þeirra. Í fyrsta hluta er að finna neðanmálsgreinar þar sem gert er grein fyrir ákveðnum vafa- og vandamálum í textanum ásamt rökstuðningi á lausnum þeirra.
    Annar hluti, sem metinn er til tuttugu eininga, er frumsamin barna- og unglingabók sem ber nafnið Skóladraugurinn. Bókin er að mestu skrifuð vorið 2015 en stór hluti af hugmyndavinnu var unnin haustið 2014. Skóladraugurinn fjallar um Gunnvöru sem er nýflutt í smábæ á Íslandi þar sem hún þarf að takast á við sorg fjölskyldu sinnnar og blandast um leið í leyndardóma nýja skólans, en líkt og drengurinn í fyrsta hluta kemst hún þar í tæri við heim hinna framliðnu.
    Þriðji hluti er svo greinargerð sem skipt er upp í tvo kafla sem fjallar hvor um sig stuttlega um aðdraganda, vinnuferli og vandamál sem komu upp við vinnslu fyrsta og annars hluta.

Samþykkt: 
  • 30.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20861


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þýddir draugar og skáldaðir_MA_Inga_M_Beck.pdf1.97 MBLokaður til...30.04.2065HeildartextiPDF