is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20866

Titill: 
  • Forsendubrestur orðs og merkingar: Newspeak í íslensku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • George Orwell bjó til tungumálið Newspeak fyrir skáldsögu sína 1984. Stjórnmálamenn nútímans eru í síauknum mæli ásakaðir um ruglandi orðræðu sem ber einkenni þessa tilbúna máls. Þeir eru taldir beita skrauthvörfum, breyta áherslum og merkingu hugtaka og jafnvel búa til sín eigin hugtök. Slíkt getur verið ruglandi og er þvaðurskennt mál stjórnmálamanna farið að vekja upp spurningar meðal margra hvort þeir séu visvítandi að brengla tungumálið sér í hag.
    Í ritgerðinni verður gerð ítarleg grein fyrir Newspeak og því sem einkennir málið. Einkenni þess verða svo borin saman við dæmi úr pólitískri orðræðu á Íslandi á síðastliðnum árum. Til þess að lesendur geri sér grein fyrir þeim alvarleika sem slíkt hrognamál getur haft í för með sér verður farið lauslega yfir áhrif beitingar tungumálsins í þágu valdhafa í alræðisríkjum. Skáldsögunni 1984 verður einnig gerð skil en framtíðarsýn Orwells þykir enn eiga vel við þó sextíu og sex ár séu liðin frá útgáfu bókarinnar.

Samþykkt: 
  • 30.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20866


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA.telma.geirsdottir.lokagerð.pdf350.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna