is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20867

Titill: 
  • Er karlinn að standa sig? Nefndir á vegum ríkisins - umfang, hlutverk og starfsemi
  • Titill er á ensku Is the old man doing a good job? Public sector committees - scope, roles and activities.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sjónum er beint að nefndum ráðum og stjórnum á vegum íslenska ríkisins (hér eftir vísað í sem nefndir). Skoðuð voru umfangsmikil gögn um fjölda og umfang nefnda á árunum 2011-2013. Til viðmiðunar var stuðst við gögn sem sett voru fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar „Nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins árið 2000“ og gefin var út á árinu 2002. Dregin er upp mynd af tilurð nefnda og virkni þeirra skoðuð í ljósi fræðikenninga um almannavalskenningar annars vegar og stýrineta hins vegar.
    Markmiðið með rannsókninni var að skoða hvort hægt er að greina út frá gögnunum hvort að íslenska stjórnsýslan sé að sveigjast frá hefðbundinni stjórnsýslu í átt að stýrinetsstjórnsýslu. Rannsóknin er staðbundin heimildarannsókn að miklu leyti. Gagna var aflað með tvennum hætti, í rituðum heimildum og með viðtölum við embættismenn og starfsfólk innan stjórnsýslunnar. Við greiningu og framsetningu á gögnum var notast við
    lýsandi tölfræði.
    Niðurstaðan er sú að það virðist ekki vera hægt að styðja við almannavalskenningarnar um hinn eigingjarna og gráðuga embættismann þó að ítarlegri rannsókna sé þörf til að mögulegt sé að draga ályktanir varðandi raunverulegan árangur einstakra nefnda. Slíkt mat kallar á umfangsmeiri skoðun en rúmast innan þessarar ritgerðar. Hins vegar sjáist þess glögg merki að opinber rekstur sé að færast í átt til stýrinetsstjórnsýslu, þrátt fyrir að nefndum fari fækkandi á tímabilinu sem til skoðunar er. Miklar umbætur hafa átt sér stað á undanförnum 15 árum. Það er jafnframt sterk vitund innan stjórnsýslunnar, metnaður og
    vilji til að gera nefndastarf sem best úr garði. Enn er þó svigrúm til að gera betur.
    „Er karlinn að standa sig?“ – Hér er vísað í titil ritgerðarinnar, þar sem karlinn er tákngervingur þeirra sem standa að nefndarstarfi. Niðurstöður greininga benda til þess að hægt sé að svara þessari spurningu játandi. Þó er kallað er eftir frekari rannsóknum á þessu
    sviði til að hægt sé að svara slíkri spurningu á fullnægjandi hátt. Jafnframt er lagt til að hið opinbera bæti aðgengi að upplýsingum um nefndir, bæði hvað varðar eðli starfsins, framgang og árangur þeirrar vinnu.

  • Útdráttur er á ensku

    The focus is on committee work under the auspices of the Icelandic state. Extensive data on the number and scope of committees in the years 2011-2013 was scrutinised. As a frame of reference, use was made of data set forth in a report by The Icelandic National Audit Office called Committees, councils and boards under the auspices of the state in the year 2000 ("Nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins árið 2000"). A light is shed on the origin of committees and their activity viewed in light of public choice theory and network theory.
    The aim of the research is to examine whether the data indicates that Icelandic administration is gradually turning away from traditional administration in the direction of network theory. The research is largely based on local resources. Data was collected in two ways: through written resources and interviews with officials and staff within public administration. Descriptive statistics are used to present the
    analysed data.
    The outcome is that it seems that public choice theories on the selfish and maximising official cannot be supported, although more detailed research is needed in order to make deductions regarding the real results of individual committees. Such an assessment calls for an extensive analysis beyond the scope of this thesis. However, there are clear signs that the public sector is moving in the direction of network theory in public administration, despite the declining number of committees in the period examined. Great improvements have taken place in the past 15 years. There is also strong awareness, ambition and will within public administration to make committee work the best it can be. Even so, there is still room for improvement.
    "Is the old man doing a good job? " – This is a reference to the title of the thesis where the old man symbolises those involved in committee work. The outcomes of analyses indicate that the answer is in the affirmative. However, further research in this field is called for in order to make it possible to answer such a question affirmatively. Moreover, it is proposed that the public sector improve access to information on work groups, both the nature of their work as well as its progression and outcomes.

Samþykkt: 
  • 30.4.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Viðauki I - Er karlinn að standa sig.pdf3.46 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Viðauki II - Er karlinn að standa sig.pdf3.78 MBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna
Er karlinn að standa sig. Nefndir á vegum ríkisins, umfang, hlutverk og starfsemi KTJ.pdf3.55 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna