is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/20870

Titill: 
  • Hvörf og Í landi náa: ljóðahandrit og sagnasveigur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er lokaverkefni til meistaraprófs í ritlist við Háskóla Íslands. Verkefnið skiptist í tvo hluta: ljóðahandrit og sagnasveig, báðir hlutar eru hugsaðir sem brot úr tveimur stærri verkum. Í þeim fyrri má finna ljóðahandritið Hvörf en þeim seinni sagnasveiginn Í landi náa.
    Ljóðahandritið samanstendur af röð ljóða bundin saman af ástinni í hinum ýmsu myndum. Handritið er nokkurskonar þroskaferli ljóðmælanda frá endalokum eins ástarsambands að upphafi annars og segir frá því sem gerist þar á milli.
    Sagnasveigurinn er sombíuhrollvekja og samanstendur af ellefu smásögum. Sagt er frá ellefu mismunandi atburðum frá ellefu ólíkum sjónarhornum. Allar persónur eiga það sammerkt að reyna að lifa af á yfirgefnu, eyðilegu Íslandi sem er krökkt af holdétandi sombíum.
    Í verkefninu má einnig finna tvær greinargerðir, eina fyrir hvorn hluta, þar sem farið er yfir ferlið, formið og hugmyndafræðina. Í síðari greinargerðinni er auk þess stiklað á stóru um stöðu sombíuhrollvekjunnar í íslenskri og erlendri dægurmenningu.

Samþykkt: 
  • 2.5.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/20870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
DisaSigurdar_MAHandrit_Final.pdf848.76 kBLokaður til...30.04.2035HeildartextiPDF